Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Side 90
28.
vœrí að framleiða brauðið úr jörðunni án valdboðs
frá nokkuri ofbeldisstjórn.
Ég hefi líka þekkt fólk—Kósakkana í Oural,
—sem ekki viðurkennir einstaklings eignarrétt á
landinu, og í héraði því var svo mikil vellíðan, að
slíkt sézt ekki, þar sem eignarrétturinn á landinu
er verndaður með ofbeldislögum. Einnig þekki ég
fólk, sem viðurkennir ekki einusinni séreign á
lausafé. Það var og sú tíð, að og það í mínu minni,
að rússneski bœndalýðurinn viðurkenndi ekki land-
eignarhugm}'ndina. *
Lögvernd landeignaréttarins afnemur ekki eftir
sóknina eða baráttuna fyrir landinu, heldur eykur
hana, auk þess er hún í mörgum tilfellum bein or-
sök hennar.
Vœri þessi lögverndun á landinu og þar af-
leiðandi stöðug hækkun á verði þess ekki til. myndi
fólkið ekki þyrpast saman á ofurlitlum blettum,
eins og nú gjörir það, heldur dreyfa sér út um hið
*—Bænda-ánauð (serfdom) var lögleidd í kring-
um 1597 af Boris Godunóf. Þessi ánauð var í þvf
innifalin, að bœndur ináttu ekki fara af einu landi
á annað, heldur urðu að vera þar sem þeir voru
komnir—fylgja landinu mann fram af manni, sem
óaðskiljanlegur hluti þess. Skilningur bændanna á
þessum lögum var sá, að þeir heyrðu drottnum sín-
um til, en að landið tilheyrði þeim sjálfum. ,, Vér
t'rnm yðar, en landið cr vort, ” var almennt viður-
kennt, þar til Alexander II. leysti þá úr þessari
ánauð, og brugðust bœndum þá beztu vonir er þeir
sáu, að bújörðum þeirra var skift til helminga með
þeim og fyrverandi drottnum þeirra. [Þýð.]