Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Page 95
KAFFINOTKUN.
Þeir er nota kaffi, œttu
aö vera mjög varkárir
með hvaða kaffi þeir
drekka, og hvernig það er
tilreitt.
I síðasta Almanaki
mfnu sýndi ég myndir af
tveim vélum sem not-
aðar eru við tilreiðslu
kaffis. Önnur varbrennslu-
vél, hin kœlingar vél.
Þessi mynd sem hér er,
er af kaffipott, er hann
þannig útbúinn að kaffiö
er látið í efri hluta hans,
og svo helt á það sjóöandi vatni, síast þá lögurinn
í gegn og rennur niður í neðri hluta pottsins. Er
sá kostur við þetta áhald að lögurinn liggur aldrei
á gromsinu, eins og títt er með vanalegar kaffikönn-
ur. Það er atriði, sem spillir kaffinu mest, eins og
iiestir munu kannast við. Ekkert kaffi er eins vont
og staðið kaffi, og það sem lakast er, mjög óholt,
Það er því stór endurbót, að fá þetta nýja áhald til
að komast hjá því, að hafa kaffigromsið niðri íkaff-
inu. Kaffipokar œttu ekki að vera til.