Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Qupperneq 102
40.
vér lofum yður að dreyma um þessar ímynduðu,
himnesku verur, sem ímyndunarafl yðar hefir skap-
að á meðan þér eruð að velja samfylgd yðar yfir
lífsleiðina, því án yðar öðlast konan ekki hið æðsta
hnoss, sem náttúran heldur í skauti sínu fyrir hverja
sanna konu, sem fullkomnun hennar eigin tilveru í
barninu—hennar eigin afkvæmi, sem hún þráir og
elskar jafnvel áffur en það er til, hvort sem hún
gjörir sér grein fyrir því eða ekki. Það er hin, há-
leita, hreina ósíngjarna móðurást, sem knýr fram
aðrar ástir konunnar. Fyrir hana er konan mild,
þolinmóð og umburðarlynd. Það er einmitt fyrir
þessa eiginleika, sem þér aldrei skiljið eða kunnið
að meta, að yður tekst að ná ást konunnar—þess-
um dýrmœta gimstein. En hvernig farið þér með
hann? Þér eruð sterkir. Styrkleiki yðar er fóstr-
aður af almenningsáliti, sem vaninn hefir skapað,
og sem gefur yður einkaleyfi til að leita, velja og
hafna eftir eigin geðþótta. Vér erum veikar—háð-
ar siðvenjum og kreddum. Vér meigum ekki elska
nema með sérstöku leyfi, því án þessa leyfis erum
vér brennimerktar, sem afhrök heimsins —flennur.
Drögum vér oss í hlé, erum véreinnig brennimerkt-
ar, sem ástlausar og kaldlyndar. Já, vér erum
veikar, og þessvegna lofum vér yður að byggja loft-
hallir yðar um heilagleik vorn. En þegar þér svo
hafið sigrað, £>orum vér fyrst að viðurkenna kvenn-
eðli vort—móðurástina, sem knýr oss til að bindast
yður. Þangað til, segi ég, lofum vér yður að
dreyma um konuna, sem eitthvert furðuverk—meira
en mannlega, “
,,Hvað ertu að segja, móðir! Er konan þá
ekki heiðarleg? Jú, jú! Eg hefi séð margar heiðar-