Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Page 110
48.
„Égvil hvorki deyfa tilfinningu mína eöa veikja
hald mitt og skilning á því sem fram fer í heimin-
mu. Ég vil ekki gjöra sjálfan mig aö afhraki
heimsins. Æfin er of stutt til aö eyða nokkrum
hluta hennar í leik viö slíka hluti, og heilsan of
dýrmæt til að hœtta henni fyrir hina fallvöltu, stop-
ulu sœlu sem þeim nautnum er samfara. ‘‘
Reyni maöur að lifa hófsömu einföldu lífi, verð-
ur hann æfinlega fœrastur til að leysa skylduverk
sín af hendi, og verða sjálfur allt sem skaparinn
ætlaði honum aö verða. Á hina hliðina—leyfi
hann sjálfurn sér aö sigrast af skaðlegum nautnum,
verður hann aldrei hálfur maður — sjálfum sér
hörmung, öðrum viðbjóður.—
Hvort borgar sig betur?
Perlur og ginisteinar. •
Sá sem berst fyrír frelsi, ber traust til mann-
kynsins og sjálfs sín, allir aðrir eru aumkunar verð-
jr.
Vér verðurn að vera frjáls, til að geta lœrt að
nota frelsið rétt, þrœllinn getur ekki náð sama aiid-
ans þroska og frjáls maður.
Hinum ríku leiðist.
Frelsið kærir sig ekki um að stórna þér.
Að selja vinnu þína er að selja líf þitt.
Aumkið þrælinn sem heldur að hann sé frjáls.
Þarfir mannsins eru mœlikvarði réttinda hans.
Frelsið brosir, jafnvel með ólina um hálsinn.