Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Page 112
5 o.
í framkomu, klæöaburði og máli, að undan skildum
dálitlum útlendum keim í máli hans. Ekki hið
minnsta af suðrænum eldi brennur nokkurntíma í
honum, hann er kaldur, hugsandi maður Norðurs-
ins, þessi Engelsk-ítali.
Fyrir frœgan uppfyndinga mann, kemur hann
fram sem allra manna ókátastur. Hann lítur þung-
lyndislega út. Er líkari fertugum manni, en 28
ára. Andlit hans er tillinninga lítib, augun nœrri
köld. Þegar hann brosir, hálf lygnir hann augun-
um, hrukkar á sér kinnarnar og dregur upp munn-
vikin. Það er ekki viðfeldið bros.
Ef þú heimsækir Marconi í þeirri von að hann
haldi mest upp samrœðum, þá svíkur sú von þig.
Þú verður sjálfur að halda uppi samtalinu. Auð-
vitað svarar hann spurningum iljótt og vel, en hann
lieldur ekki sjálfur uppi sainræðum. Þegar hann
talar um Marconi þráðlausa hraðfrétta kerhð, þá
vitnar hann í það sem „vort“ ekki sem ,,mitt“
kerfi. Hann hrósar því sem er hrós vert og viður-
kennir þá ófullkomleika sem enn séu á því, en þú
finnur það þó að hann hefir fullt traust á hugmynd-
inni og sem bendir til þess að hann trúir því að sá
eini maður sein fœr verði um að eyðileggja haf-
þráðinn sé Guglielmo Marconi.