Afturelding - 01.03.1970, Page 4

Afturelding - 01.03.1970, Page 4
rétt að samkomutíma. Óðara varð ég var ungrar stúlku, sem stóð upp frá einum bekkjanna og gekk í þungum hugsunum fram á árbakkann. Það var eittbvað í fari hennar, sem vakti athygli mína á sérstakan hátt. Ég gekk því hiklaust og djarflega á móti henni. „Fyrirgefið,“ sagði ég rólega. Hún hrökk við, dálílið taugaóstyrk, leit flóttalega í kringum sig og nam siaðar. Hún var klædd sorgarklæðum, sem gerði fölva andlits hennar og liarða drætti þess enn meira áberandi. Augu hennar báru vitni um hina dýpstu sálarsorg og örvinlun. Mér fannst, sem mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, er ég sá stúlku þessa standa þarna fyrir augum mér, sem ímynd villtustu sorgar. Hafði ég þó oft kynnzt mörgu alvarlegu í starfi mínu, er mér hafði fundizt næsta alvarlegt. „Fyrirgefið mér, að ég ókunnur maður ávarpa yð- ur,“ sagði ég.„Ég er prédikari og er nú einmitt á leið til samkomuhúss,' þar sem ég á að prédika Guðs orð í kvöld. Ég sé, að þér eruð í mikilli sálarneyð. Viljið þér ekki gera svo vel að koma á samkomu í kvöld? Ef til vill gæfuð þér fundið frið fyrir hjarta yðar og hjálp hjá einhverjum, sem er fús að verða vinur yðar.“ En um leið og ég nefndi orðið „prédikari“, var sem kæmi dimmt ský yfir andlit hennar og hún sagði fvrirli'lega: „Nei, ég vil ekki koma á sam- komur yðar. Ég vil ekki hafa neitt með trúarbrögð yðar að gera. Látið mig bara afskiptalausa.11 Fyrr á þessum sama degi hafði mér verið boðið til tedrykkju á vissum stað. Þegar ég kvaddi þar, rétti gestgjafi minn, sem var kona, mér fallega hvíta rós, og ég nældi henni í barm minn. Annars geng ég ekki oft með blóm í barmi, en í þetta skipti leyfði é" mér að gera þetta. Nú sló þeirri htigsun niður í hiarta mitt, að é<r skyldi taka hví*u rósina og trefa þessari aumstöddu s'úlku hana. Þetta var einkennileg framkoma af mér við bráðókunnuga stúlku. en mér fannst þetta koma svo snöggt, og með svo hreinum áhrifnm 'il mín, að ég þorði ekki að hika eitt augnablik við að framkvæma það. „Viljið þér ekki þiggja þessa hví'u rós?“ snnrði ég. Ef 'il vill gæ^i hún minnt vður á það. að hérna stutt frá, þar sem samkomuhúsið er, eru vinir sem eru fúsir til að hjálpa yður, ef þér vilduð koma þangað.“ Ég var ekki viðbúinn þeim áhrifum, sem þetta hafði á hana. Hún hrökk langt frá mér, eins og ég hefði löðrungað hana. Það var engu líkara en æðis- legar tilfinningar sviptust allt í einu yfir hana. „Nei, o nei“, andvarpaði hún. En mér til undr- unar rétti hún fram höndina og tók rósina. Um leið veitti ég því athygli, að hún hafði tár í aug- um. Þegar hér var komið sögu, varð ég að ganga mína leið. En síðastra orða bað ég hana að koma á samkomuna. Yfir alla samkomuna bar ég sára hryggð í anda mínum. Ég hafði séð eins og í leiftri mannsál í óbærilegri neyð. Jafnframt fann ég til brennandi löngunar til að eiga þann kraft, sem til þess þyrfti að þvinga þessa manneskju inn á þann veg, sem ég vissi, að mundi geta gefið henni hjálpræði og frið. Þegar ég hafði lokið ræðu minni, tók annar maður samkomuna í hönd sína. Það var einmitt við þessi þáttaskipti í samkomunni, sem ég leit enn einu sinni yfir samkomusalinn, til þess að vita, hvort ég sæi stúlkuna nokkurs staðar bera fyrir mig. Og viti menn, þarna sá ég hana þá, mjög aftarlega í salnum. Ég varð glaðari, en frá megi segja. Hún hafði þá komið þrátt fyrir allt. Andi Guðs hafði líka áreiðanlega starfað á hjarta hennar. Það var einmitt hann, sem hafði leitt mig til þess að tala við hana á þann veg, sem ég gerði. Ég fór að biðja. Það var komið að því að enda samkomuna. Fólk var hvatt til þess að koma fram til fyrirbænar og lei'a Drottins. Ég sá að unga stúlkan reisti sig og gekk fram. Hún byrjaði jafnframt að segja eitt- hvað. Um 1 eið nam hún staðar en gekk svo áfram inn ef'ir gólfinn. Hún virtist ekki hugsa neitt um það, að framkoma hennar hafði þegar vakið mikla forvi'ni hiá öllum viðstöddum. „Ég hef heyrt hva'ninauna um það að leita Jesú, og ég vil koma. Haldið þið í sannleika að hann vilii frelsa syndara á borð við mm?“ snurði hún grátandi. En óðara en nokkur fengi sig til að svara, hélt hún áfram: „Ég æ'Iaði að varpa mér í ána í kvöld. vegna þess að mér var ofraun að lifa lengur því lífi, sem ég hef lifað síðastliðin fimm ár. Ég var alveg við það, að kasta mér í fljótið, er herramaðurinn. sem ávarpaði mig, bað mig að koma hingað til 4

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.