Afturelding - 01.03.1970, Síða 11
wr .i’1
$ ■■ ■
Sfe®
1 viðtali við norska blaðlð „Korscts Scier", sefiir Willy llansscn, um inánaðarinótin okt. or nóv.
siðastiiðinn: „AHt frá l>ví að ég frelsaðist fyrir scx órum, hcfur Island vcrið jatnan I husa mfnum.
Or þcsar és höf ferð mína, nú fyrir G mánuðum, til að heimsækja mörs lönd, kom és einnis til
Islands. Ætiun min var aðeins að dvelja nokkra daga. En það urðu óvart 10 mánuðlr...”
Gestur af fjarlægu landi
Þegar þetta er skrifað, er rétt ár síðan gestur
kom í heimsókn til okkar. Og gestur sá var hreint
ekki stutt að kominn, því að hann hafði tekið sig
Upp hinum megin á linettinum, til þess að koma til
íslands. Gestur þessi var Willy Hanssen trúboði
frá Nýja Sjálandi. Hér á landi starfaði hann meðal
okkar Hvitasunnumanna tæpt eitt ár, mest af þeim
tíma í Reykjavík. Þó lerðaðist liann nokkuð út á
land: Til SlykkÍ9hólms, Ólafsvíkur, Akureyrar og
Siglufjarðar. Túlkur á ferðum hans var Garðar
Loftsson.
Willy Hansen var maður trúarinnar. Honum var
ákaflega eðlilegt að tala um trúna, gefa hana á
einfaldan hátt áheyrendum sínum í ljósi Guðs orðs.
Boðskap ur hans var borinn uppi af mikilli og
barnslegri gleði, svo að í byrjun þótti sumum nóg
um. En við meiri kynningu fundu allir að þetta var
ekki tilbúin gleði, heldur byggðist hún á eigin
reynslu hans með Guði. Hann bað mikið fyrir sjúk-
um og það með sýnilegum árangri undir mörgum
kringumstæðum.
Fyrir þrem árum hafði Willy misst konu sína
frá 5 ungum bömum. Hér á Islandi fann hann svo
aðra konu sína, og kvæntist henni 11. okt. sl. Hún
hei ir Guðlaug Óskarsdóttir. Þau fóru af landi burt
viku eftir brúðkaup sitt, fyrst til Noregs, síðan til
Hollands, en þar er hann fæddur og uppalinn.
Til Hollands býst hann við að fá börn sín til sín
frá Nýja Sjálandi á þessum vetri. Hvert vegur
þeirra liggur svo með vorinu biðja þau Guð um
örugga leiðbeiningu um. Og þau tróa því að hann
leiði þau inn í það verk, sem hann ætlar þeim að
vinna fyrir ríki sitt.
11