Afturelding - 01.03.1970, Síða 12
A RETTA LEIÐ
Þetta er vitnisburður um bað, hvernig skirn Heilags Anda
kom liðsforinffja í sjóher ISandaríkjanna ó „rétta lcið“.
Grcinin er skrifuð af A. E. Eloynd jr. or birt í tímarit-
inu Itaustin (The Voice), scm er sent til licrmanna Banda-
ríkjanna um allan hcim. — Þýðandi S. J.
Til er sá aflvaki, sem gerir manninn færan um
að liía stöðugu kristilegu lífi dag eftir dag. Ég
veit það, af því að ég hef fundið hann! Aflvaki
þessi er krislnum manni það, sem áttavitinn er
skipinu. Vegna hans getum við haldið okkur „á
strikinu“ í daglegu líferni okkar og áformum.
Ilann er sá kraftur, sem heldur kristnum manni á
réltri braut, jafnvel á þeim stundum, er sorgir eða
erfiðleikar sýnast hafa „sveipað hann í þokubakka.“
Við hjónin tókum samtímis á móti Kristi sem
frelsara okkar. Það var 19. maí 1954. Ég hélt mig
fast að námi í ýmsum efnum í Biblíunni. Auk þess
fór ég snemma á fætur til dagslegs biblíulesturs
og bænar. ••
Þar sem ég var í sjóhernum, vorum við neydd
til að flytjast oft úr einni flotastöð í aðra. Af því
leiddi, að við sóttum margar ólíkar kirkjur. En
það var sama, hvar sem við vorum leituðum við
uppi þá kirkju, sem fastast hélt sig að grundvallar-
sannindum Biblíunnar og sóttum hana. Eigi að
síður var það svo á þessum fyrstu árum, að það varð
augljóst, að við þekktum þá reynslu: að vera ýmist
„heit eða köld.“ Við fundum ekki þá stöðugu
og varanlegu gleði, sem við þráðum svo mjög.
Á einhverri flotastöð gat verið, að við fyndum ein-
hyerja kirkju eða hóp, og fyrir bæn og tilbeiðslu
virtist okkur, að við værum þá „komin á strikið“,
að við stefndum til liinnar stöðugu, varanlegu
gleði, sem við þráðum. Þá þurftum við að flytja,
og ef til vill fundum við ekki hóp með sömu hug-
sjónir og við. Við reyndum að gera ráð fyrir, að
þetta sprytti af ólíkum kringumstæðum eða túlkun
á hugsunum o. s. frv. En samt virlumst við stund-
um berast með straumnum. Ég leitaði kristilegrar
gleði og kraftar af öllu minu ihjarta. Ég uppgötvaði,
að þetta var ekki að finna í kerfisbundinni guðfræði
eða skylduknúnu námi. Hugur minn spurði án
afláts: Hvar er krafturinn, sem gerði hina fyrstu
kristnu færa um að syngja í fangelsum og lofa
Drottin mitt í alls konar erfiðleikum. Yfir úthaf
lífsins varð að sigla, og Guðs orð benti til, að
það yrði að vera eftir beinni stefnu. En svo virt-
ist að sérhver alda eða straumur ýtti ævi okkar
á kró'kabraut, sem var allt annað en fullnægjandi
fyrir okkur.
í marz 1964 var ég flutur til Keflavíkur á Is-
Iandi. Drottinn tók mig þá nokkuð harðlega til
meðferðar, og ég hrcinsaði hjarta mitt fyrir hon-
um. Ég sagði honum, að liann yrði að taka alla
mína ævi og stýra henni eftir því striki, sem hann
vildi, að ég fylgdi — að ég hefði reynt að stýra
sjálfur, en algerlega mistekizt það í eiginn krafti
mínum.
Meðan ég var í Keflavík, varð ég vel kunnugur
Lt. Ray Garriss. Hann var kristinn maður, sent
kom frá Pentecostal Free Will Baptist Church
(Hvítasunnu frjálsvilja skirenda söfnuðinum) í
Norður Carólínu. Við urðum nánir vinir.
Mér hafði verið sagt af tveimur öðrum kristnum
mönnum (Cdr. Wilgus, sem alinn var upp hjá
Nazarcunum, og Lt. CI. Petty Officer Shake, sem
var lú'.erskur), að hvítasunnureynslan (skírn í
Héilögum Anda) væri að eiga sér stað hjá Bisk-
upakirkjunni (Episcopalians) í Kaliforníu. Mér
hafði alltaf verið kennt, að skírn í Heilögum Anda,
sem sérstök, andleg reynsla, hefði aðeins verið
handa frumkristninni, til að styðja stofnun hennar,
en síðan kristnin komst á fót, væri ekki framar
þörf á þessari síðari reynslu „íklæðingar kraft-
arins.“ Þetta vakti samt áliuga minn. Loksins fór ég
til Ray, „Hvílasunnubróður míns“ og talaði við
12