Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 17
Þrjár sýnir í lok tímanna
Koma Drottins — Þrengingin mikla — Endir veraldar
Þessi merkilega frásaga var gefin út í smárita-
íormi í Los Angeles. Allir þeir sem þekkja ritn-
ingarnar munu komast að raun um, að það er í
samræmi við Guðs spámannlega orð. Við vonum
nð tekið verði við boðskapnum sem viðvörun fyrir
tirnann sem við lifum á. Mætti hver lesandi, sem
ekki er reiðubúinn, leitast við að gera upp sín
mál gagnvart Guði, til þess að mega öðlast hlut-
deild í þessum undursamlegu hlutum, sem ef til
vill eru nær en okkur grunar.
„Nei, Herrann Drottinn gerir ekkert án þess að
bann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnun-
Um, ráðsályktun sína.“ — Amos 3, 7.
Þessa spámannlegu sýn gaf Guð stúlku frá Buek-
tnghamshire í Englandi, og er hún í fullu samræmi
við hið skrifaða orð. SLúlkan var hrifin í Anda í öll
skiptin á bænasamkomum í einkaheimili, og fyrstu
sýnina fókk hún eftir skírnarathöfn. Allar sýnirn-
flr fékk hún milli 9. og 11. ágúst 1919. En það at-
byglisverðasta er, að inntak þeirra var ritað í bréfi
þrem dögum áður, sem unga stúlkan hafði skrifað
kris'num bróður í Camberley. Bréfið var sem sé
skrifað 6. ágúst (en sýnirnar fékk hún milli 9. og
11. ágúst), og hefur það verið vandlega geymt
síðan. Við viljum byrja á því að birta þetta bréf.
Það hljóðar svo:
Camberley, Surrey, 6. ágúst, 1919.
Kæri bróðir í Drottni Jesú!
Lofað veri Hans nafn!
Ég hef mikið að lofa hann fyrir. í gærkvöldi var
eg, og tvær aðrar systur saman í bæn, í vökulok,
°g ég fylltist af Guðs Anda, og um leið og Drott-
mn birtist mér, sagði hann: „Á þeim tima sem þið
ekki ætlið!“ Svo hvarf hann sjónum mínum. Ég
sá hann í allri hans dýrð, og var hann undtirsam-
legur. Ég fylltist svo miklum fögnuði, að ég gat
ekki fengið mig til að ganga til svefns, og beið
hans og hann kom aftur og sagði:
„Vertu trúföst og ég mun sýna þér það sem
koma mun yfir börn þessa heims, sem hafna mér.
Þú skall einnig fá að sjá upprisu þeirra sem dáið
hafa í Kristi, og hvernig brúður Krists umbreytist.
Þú skalt fá að sjá komu Andkrists, og falspámann-
inn, merki þeirra sem tilbiðja dýrið, og þá sem taka
við merki Andkrists. Þú munt líka fá að sjá hin
tvö trúföstu, sönnu vitni, verk þeirra, píslarvættis-
dauða, og einnig píslarvætti jieirra, sem ekki vilja
tilbiðja dýrið (Andkrisl).
Þú skalt ekki óttast, því að ég, Drottinn, er með
þér þegar ég sýni þér þessa hluti. Því að fólkið
verður að vita, að það er Guð á meðal þeirra, og
þeir skulu fá að vita að hann hefur varað þá við
gegnum ambált sína — livort sem þeir taka við
boðskapnum, eða ekki.“ —
Og nú bíð ég eftir því sem Drottinn vill við mig
tala. Ég sá greinilega sáramerkin á liöndum og
fótum Drottins.
Þín sysiir í Drottni.
Laust eftir að Drottinn hafði hrifið systurina í
Andanum í fyrsta skip'.i, var þetta bréf lesið upp
í áheyrn fjögurra persóna, sem höfðu verið á bæna-
samkomunum, því að það átti að skilja hvílíka
sýn hún hafði fengið, og neyðina sem hún hafði
fengið á eftir. í eftirfarandi köflum er hægt að
sanna hve nákvæmur boðskapurinn var, og getur
lesandinn því verið viss um áreiðanleik sýnanna,
því atburðarásin sýnir það.
Fyrsta hrifningin í Andanum.
Ilún stóð yfir í fimm klukkustundir, frá kl.
21:30 um kvöldið 9. ágúst, til kl. 2:30 um morgun-
inn 10. ágúst.
17