Afturelding - 01.03.1970, Side 21
hafið). Ég sá menn standa á hafinu, sem höfðu
sigrað dýrið i þrengingunni miklu, sem ekki höfðu
tekið við merki dýrsins eða tölu þess. Þeir héldu
á hörpum í höndunum, og sungu Guði lof og dýrð.
Ég heyrði orðaskilin:
— Mikil og undursamleg eru verkin þín, Drott-
inn Guð, þú hinn Alvaldi! Réttlátir og sannir eru
vegir þínir. Þú — konungur hinna heilögu, þinir
réttlálu dómar hafa opinberazt!
Ég sá aflur englana sjö, sem ég sá í endirinn á
fyrstu sýninni, — klædda hreinum, hvítum kyrtl-
um, með gullbelti um bringuna.
Reididómar Gu8s.
Og ég sá lifandi veru. sem líktist manni, sem
fyllti gullskálar englanna sjö með reiði Guðs.
Fyrir ofan mig sá ég musteri, sem var umvafið
ljóma, birtu og dýrð. Þá heyrði ég kallað hárri
röddu. sem sagði: „Tíminn er kominn! Farið og
hellið úr reiðiskálum Guðs yfir jörðina.“ Þá gengu
englarnir burt.
Fyrs'.i engillinn hellti úr sinni skál, og reiðidóm-
ar Guðs féllu niður á jörðina eins og ský. Þegar
skýið kom niður á jörðina, komu ill og hættuleg
kaun á þá sem báru merki dýrsins.
Og hinn hellti úr sinni skál yfir hafið, og það
varð að blóði. Ég sá skip farast og áhafnir þeirra.
Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í ár og upp-
sprettur. Þær urðu líka að blóði, og ég heyrði
raust sem sagði:
„Þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámanna,
og þú hefur gefið þeim blóð að drekka, maklegir
eru þeir þess.“
Og hinn fjórði hellti úr sinni skál yfir sólina til
að brenna mennina í eldi, og mennirnir stiknuðu
í ofurhita og lastmæltu nafni Guðs.
Og hinn fimmti hellti úr sinni skál, og menn-
irnir huldust myrkri. Ég heyrði stunur þeirra og
grát, og lastmæltu þeir Guði í kvölum sínum.
Og hinn sjötti hellti úr sinni skál yfir breitt fljót,
og vatnið í því þornaði upp, og varð eins og þurrt
land.
Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið,
og ég heyrði sömu raustina segja:
— Það er fram komið!
Og ég sá jörðina skjögra fram og aftur eins og
drukkinn mann, og ég heyrði skerandi vein.
Satan bundinn í þúsund ár.
Nú sá ég fyrsta engilinn — tneð stóran l\kil
í hendinni — og tók hann dýrin tvö og kastaði
þeim í eldsdýkið. Svo greip hann liinn mikla högg-
orm, sem er Satan, og kastaði honum niður i ein-
hvern myrkan s'.að fullan af reyk, og mér var sagt
að þarna ætti hann að vera í þúsund ár.
Allir, sem höfðu liðið píslarvæltisdauða mcðati
á þrengingunni miklu stóð, vegna Drottins Jesú
Krists, ríkja nú með honum á jörðinni, og ég sá
stóra skara af þeim stíga niður til jarðar, og sliga
upp aftur lil himins til að gefa honum sem sat í
hásæ'.inu dýrðina.
Og er þúsund árin voru fullnuð, var Satan leyst-
ur úr fangelsi sínu, og var hann í höggormslíki.
Mikill fjöldi fylgdi honum, og þeir reyndu að
deyða Guðs heilögu, sem á jörðinni voru. Þá féll
eldur af himni ofan, og eyddi þeim, og Satan sem
ríkt hafði yfir þcim, var kastað í eldsdýkið.
Endir veraldar.
Eftir þetta sá ég bláan himininn rifna endanna á
milli, og vafinn saman, eins og þegar einhver vefur
saman pappír. Og liann sviftist btirtu eins og þegar
bókrolla er vafin saman. Jörðin hvarf og ég sá
stórl tómarúm þar sem hún liafði verið.
Og ég sá stóra skara af körlutn, konum og
börmim af öllum kynkvíslum. Þeir höfðu verið
dánir en risu nú upp og stóðu frammi fyrir há-
sæti Drottins Jesú Krists. Nöfn þeirra fundust
skrifuð í lífsbókinni, — lífsbók Lambsins.
Og ég sá liafið skila aftur liinum dauðu, sem í
því voru, og Helja skilaði þeim sem i henni voru,
og allir voru dæmdir, sem ekki fundust skrifaðir
i Hfsbókinni. En ég sá engin börn á meðal þeirra,
sem voru dæmdir.
Þar næst sá ég nýja jörð, undur fagra og nýjan
liimill, í staðinn fyrir þann sem svift var burt.
1 þessum nýja liimni var engin sól, tungl eða
stjiirnur. I staðinn fyrir þann gamla sem svift
liafði 'ærið hurt, var komin ný, undurfögur hvelf-
ing, sem Ijómaði eins og gull. Það var engin nótt
á þessari nýju jörð, heldur ávalll bjart, og fólkið
sem þar bjó, var fyllt gleði og friði.
Bruður Krists.
Nú breyttist sýnin, og ég var borin af dýrðlegum
Framhatd & bla. 23.
21