Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 32
annar í fjölskyldunni. Hún var hávaxin með sítt
hár, sem féll laust niður um herðar.
Hann tók sjaldan nokkra ákvörðun án þess að
leita ráða hjá þessum anda, og það er eftirtektar-
vert, að hann fékk svör. Ef hann vildi fá hreint já
eða nei, ákallaði hann í hljóði þessa andaveru,
og hönd hans lyftist þá sex eða átta þumlunga frá
horðplötunni. Þumlungafjöldinn gaf ákvörðunina
til kynna. Þegar þessi máttur kom til skjalanna,
gat hvorki hann né nokkur annar haldið hönd hans
kyrri. Hann var enginn væskill. Þvert á móti.
Hann var vel vaxinn, vó 103 kg og var 193 sm. á
hæð. Á yngri árum hafði hann verið hnefaleika-
meistari í þungavigt. En utan þessara tiltölulega
einföldu svara frá „Nancy“ gengdi andatrú að því
er virtist engu hlutverki í lífi hans.
„Þjónustuandi“ gerist óvinur.
Þessi tuttugu og fimm ár átti hann ekki í nein-
um erfiðleikum með andann, en þegar hann byrj-
aði að lesa Biblíuna, urðu snögg umskipti þar á.
Auðvitað var honum vel kunnugt um ósýnileg öfl,
en nú fékk hann að vita, að slík öfl eru ekki öll
frá Guði. Sum þeirra eru óumdeilanlega ill. Þegar
hann komst að þvi, hvað Biblían segir um þessi
mál, ásetti hann sér að eiga engin frekari sam-
skipti við anda.
Þegar hann hafði tekið þessa ákvörðun, tók
hann að verða fyrir raunverulegri andstöðu. Fyrst
var það andinn „Nancy“. Þegar henni mistókst að
snúa honum gegn Biblíunni, sameinaðist heill
hópur af öndum gegn honum. Þrátt fyrir það hélt
hann og fjölskylda hans áfram að rannsaka Guðs
orð. Stundum lásum við saman, unz áliðið var
kvölds.
Áður en langt leið byrjuðu andamir að sýna
mér persónulega andúð, fyrst með fortölum, en
síðan með valdi. Kvöld eitt, þegar við lukum við
rannsókn okkar á tólfta kafla Opinberunarbók-
arinnar, sögðu andarnir við hann: „Það sem þið
hafið verið að ræða hér í kvöld, er allt rangt. Við
höfum lykil að þessu vandamáli, og við gefum
þér þetta sem tákn um það.“ Að svo mæltu féll
stór lykill, um átta þumlunga langur, á gólfið,
án þess að nokkur sæi hvaðan hann kom. öllum
varð bilt við. Svo laut ein stúlknanna niður og
tók hann upp. Enginn hafði séð hann áður.
öðru sinni birtist vofa í gervi kjölturakka
fjölskyldunnar, verðlaunarefahunds, sem drepizt
hafði skömmu áður. Árum saman hafði húsbónd-
inn alið upp verðlaunahunda. Og þegar þessi litla
trýnismjóa skepna stökk upp á knén á honum eins
og hún var vön, hafði það auðvitað djúp áhrif á
fjölskylduna. En þegar þetta gerðist, höfðu þau
öll fengið nokkra þekkingu á blekkingarmætti
andaheimsins. Þau vissu, að það, sem virtust næst-
um óhrekjandi rök fyrir lífi eftir dauðann, voru
aðeins nýjar tilraunir illu andanna til að blekkja.
Vofur í gervi dýra eru ekki óalgengar, eins og
síðar verður vikið að.
Margt undarlegt gerðist næstu mánuði, því að
baráttan varð æ harðari. Stundum sögðu andarnir,
þegar ég fór frá þessu heimili: „Við skulum koma
Anderson fyrir kattarnef á leiðinni heim í kvöld.“
Og þeir reyndu það oft. Oftar en einu sinni hef
ég fundið kverkatak ósýnilegra handa á hálsi mér
þrýsta mér til jarðar. Það er enginn vafi í huga
þess manns um tilveru ósýnilegra afla, sem slíka
reynslu hefur hlotið.
Ég vissi að baráttan, sem ég átti í, var „ekki
við hold og blóð“, eins og Páll postuli segir, Iield-
ur „við andaverur vonzkunnar í himingeimnum“.
Efes. 6,12. Hve illir þessir andar eru í rauninni,
kom mér til dæmis fyrir sjónir, þegar maður þessi,
undir áhrifum eins þeirra þreif dóttur sína sautján
ára, kverkataki og hafði næstum kyrkt hana í stál-
greipum sínum. Venjulega var hann góðlyndið
sjálft. En við þetta tækifæri varð hann ofsareiður
vegna þess að hún hafði sagt, að Biblían væri í
sannleika orð Guðs og hið eina örugga leiðarljós.
Þegar ég sá hættuna, sem steðjaði að stúlkunni,
gekk ég til þeirra og skipaði honum í nafni Jesú
Krists að sleppa henni. Tak hans linaðist þá sam-
stundis.
PíanóiS lék af sjálfsdáSurn.
Mánuðum saman rannsakaði ég Biblíuna með
þessara fjölskyldu á Nýja Sjálandi. Meira að segja
bjó ég hjá fjölskyldunni um þriggja mánaða skeið,
á meðan eiginkona mín og litli drengurinn okkar
voru að heimsækja ástvini í Ástralíu. Það olli mér
ónotalegum tilfinningum að heyra, en það koni
iðulega fyrir, að faðirinn gekk um hánótt fram
hjá herbergisdyrum mínum, niður stigann og inn
32