Afturelding - 01.03.1970, Side 33

Afturelding - 01.03.1970, Side 33
í Stofu. Ég vissi hvað hann hafði fyrir stafni. Hann hafði andafund. Og þegar hann kom niður, tók píanóið vanalega að leika af sjálfsdáðum. Hann var enginn tónlistarmaður. Hann þekkti ekki nót- urnar hverja frá annarri, en píanóið lék af sjálfs- dáðum. Það var alltaf sama lagið um Polly, sem dó og leit nú niður frá himnum. Þessir mánuðir, sem ég dvaldi á þessu heimili, Voru ánægjulegir að flestu leyti, en um leið mikil areynsla. AS berjast við illu öflin um sálir manna °g finna, að baráttan harðnar með hverri vikunni, sem líður, mundi enginn kjósa af fúsum og frjáls- um vilja. Við tilbáðum saman á hverjum degi og það var gleðilegt að sjá þessa kæru vini setja traust sitt á orð Guðs. Eftir að kona mín og sonur voru komin heim írá Ástralíu og við höfðum flutt inn á okkar eigið heimili aftur, vaknaði ég morgun einn um klukkan fimm við rödd, sem talaði til mín eins skýrt og greinilega og hver mannsrödd. Orðin voru orð Krists sjálfs: „En þetta kynið fer ekki út nema við bæn og föstu.“ Mér skildist strax, að þetta væri kall frá Guði. Kg vakti konu mína, og við báðum einlæglega. ^ið vorum bæði sannfærð um það, að Guð vildi, ég vitjaði þessa manns á skrifstofu hans. Störf hans í borginni voru nokkurs konar dómarastörf, °g hann hafði einkum með eftirlaun að gera. Hann var velmetinn borgari, og skrifstofa hans var í verzlunarhverfinu miðju. fíinir „hvítu vængir Egyptalands". Áður en ég gekk á fund hans, kom ég við á skrifstofu læknis nokkurs, vinar míns, en bænum Hans vissi ég að treysta mátti. Við höfðum lagt mörg vandamál fram í bæn saman áður. Svo að ég skýrði honum frá, meðan sjúklingarnir biðu, hvað gerzt hafði um morguninn. Saman leituðuin við til Guðs um hjálp við hverju sem í vændum væri. Þegar ég kom á skrifstofu þessa manns, sem ég þekkti svo vel, hreytti hann út úr sér: „Anderson, hvað ert þú að gera hér? Ég vil aldrei sjá þig Hamar.11 Það lýsti sér hatur úr augum hans. Eins °g fyrr er frá sagt, var hann þrekvaxinn maður °g sem lögregluþjóni og leynilögreglumanni hafði honum verið kennt að þola engum neitt karp. Nú var hann haldinn illum anda. Það fór ekki milli mála. „Ég er búinn að fá nóg af Guði!“ hrópaði hann. „En Guð er ekki búinn að fá nóg af þér,“ svar- aöi ég. „Hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur af Guði?“ „Mér hefur veitzt æðsti heiður, sem manni getur nokkurn tíma hlotnazt“, sagði hann. „Hver er hann?“ spurði ég. „Ég hef hlotið hina „hvítu vængi Egyptalands“, sagði hann og glotti. „Og ekkert getur orðið mér að meini. Andarnir hafa fullvissað mig um, að ég geti farið hvert sem er án þess að óttast um líf mitt.“ Síðan sagði hann mér frá því með djöfullegum niðurbældum hlátri, hvemig hann hefði farið til miðils snemma um morguninn. Hann skýrði frá því. hvernig hann hefði skipaö miðlinum að vekja upp einn hinna öldnu „Faraóa* og kalla hann nafni. Miðillinn varð hræddur og bað hann að hafa sig afsakaöa og hún sagði: „Þú tilheyrir bersvnilega háttsettari öndum en þeim, sem ég þekki, og sá sem þú kallar á er mjög háttsettur. — Gerðu svo vel að nota ekki mig — farðu eitthvað annað.“ Þá kom lögreglumaöurinn upp í honum og hann kraföist hlýðni. Brátt var hún fallin í dá. Þegar vofan „Faraó“ birtist, sagðist hún hafa sérstakan boðskap að bera honum. „Þú verður að hætta að lesa Biblíuna,“ sagði „Faraóinn." Ég hef mikils- verðari sannleika en sú gamla úrelta bók.“ Á þessum miðilsfundi hafði maöurinn líka sam- band við annan anda, sem sagðist vera fyrri kona hans, sem dáið hafði meira en tuttugu árum áður. Til þess að sanna hver hún væri neri þessi vofa vasaklúti þrungnum ilmva'ni yfir hendur hans — þrungnum sama ilmvatni, sem hann hafði gefið brúði sinni brúðkaupskvöld þeirra. Og ég get borið, að hendur hans önguðu svo af þessu ilm- vatni. þegar ég hitti hann nokkrum mínútum síð- ar, að skrifstofan öll var fyllt angan. Auðvitað munu efagjarnir menn segja, að hann hafi geymt ilmva'nið í skrifstofu sinni allan þennan tíma. En engum, sem kynnzt hefur ósýnilegum öflum af eigin raun, mun finnast ástæða til þess að efast. Þegar fundurinn var að enda kominn veitti „Faraóinn" honum vernd hinna „hvítu vængja 33

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.