Afturelding - 01.03.1970, Side 44

Afturelding - 01.03.1970, Side 44
varð honum að hinu mesta sálarstríði, að þessi glæsilega unga stúlka, er honum var heilbundin, fór ekki einsömul. Hann vissi að hann var alveg hreinn af henni, hér var því orðið það „hneyksli“, sem ekki var við unað. Hann átti tvær leiðir að velja um, samkvæmt lögmálinu, en Jósef var mað- ur lögmálsins, maður Orðsins. Önnur leiðin var ströng, hin vægari. En af því að Jósef var „vænn maður“, valdi hann vægari leiðina fyrir ungu stúlkuna, er „hneykslið“ var fallið á í hans aug- um. Strangari leiðin var þessi: „Ef maður er stað- inn að því að liggja hjá konu (eða kærustu) ann- ars manns, þá skulu þau bæði deyja, maðurinn, sem lá hjá konunni og konan sjálf. Þannig skalt þú útrýma hinu illa úr ísrael. — Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni. Þá'skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna j>ess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna jress, að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.“ (5. Mós. 22, 21—24). Þetta var hin stranga Ieið. Þetta var leiðin, sem fræðimennirnir og Farisearnir kröfð- ust að Jesús færi gagnvart konu einni, sem þeir leiddu á fund hans, og segir frá í Jóh. 8, 1—11. Eins og Jósef, vissu J>eir mæta vel um aðra mild- ari leið, en sjálfsréttlátir menn eru alltaf hinir dómhörðustu menn í heimi, Fariseinn er alltaf Farisei. Vægari leiðin, sem Jósef gat farið, var þessi: „Ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni, en hún finnur síðan ekki náð í augum hans, af því að hann verður var við eitthvað við- bjóðslegt hjá henni, og hann skrifar henni skiln- aðarskrá og fær henni í hendur og lætur hana fara burt af heimili sínu....“ (5. Mós. 24,1). Þessa leið valdi Jósef gagnvart Mariu af því að hann var „vænn maður“. Réttlætið þurfti að koma fram, en það skyldi vera framkvæmt á sem væg- astan hátt gagnvart ungu stúlkunni, sem hafði brugðizt honum svo alvarlega, eftir því sem hann hélt. Jósef hugsaði sér sem sé að skiljast við hana í kyrrþey (Matt. 1,19). Hve margir falla ekki fyrir þessari sömu hugsun og Jósef? Þeir segja: „Hér hefur bara farið fram hjúskaparbrot: María hefur verið ótrú festar- manni sínum. Þannig afgreiða ábyrgðarlausir menn þetta mikla mál. Þeir hugleiða ekki að hér eru J>eir að snerta við innsta kjarna í hjálpræði Guðs til mannanna. Satan brýnir mennina til að afneita öllu, sem skynsemin getur ekki skilið, neit- ar vegi trúarinnar, vegi Guðs, hafna undrinu. En hvað er kris.indómur án þess? Ef Kristur er getinn af manni, getur hann ekki endurleyst neinn með blóði sínu, því að þá er blóð hans venjulegt mannsblóð. Þessu vill Salan fá mennina til að trúa, því að þá hefur honum tekizt að ónýta frelsisráð Guðs j>eim til handa. En með því að Jesús er eingetinn sonur Guðs, þá er blóð hans heilagt blóð, og J>ess vegna hefur það hinn endur- leysandi mátt, sem Ritningin staðhæfir, „en í hon- um eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrir- gefning afbrotanna.“ (Efes. 1,7). Þessu slær Biblían föstu hvað eftir annað. En nú spyr kannski einhver: Hafði þá Jesús ekki blóð Maríu móður sinnar í æðum sínum? Nei, einmitt ekki, því að þegar Guð skóp konuna, setti hann öryggi fyrir því, að blóð móðurinnar hefði ekkert samband við fóstrið. I Læknafræðilegri orðabók sænska Rauða kross- ins er þetta að finna: „Það kemur aldrei fyrir að nokkurt samband sé á milli blóðæða móðurinnar og fóstursins. Þetta er alltaf aðskilið með J>unnum vegg. En í gegnum þennan vegg fer ekki aðeins öll næring, og loft sem fóstrið þarf, heldur önnur efni líka, svo og læknislyf hvers konar og eitur, scm kann að koma frá móðurinni.“ Þetta er tekið úr nefndri 'bók. Hvernig Iyf og eiturefni geta farið gegnum þennan þunna vegg, eru þýzku lyfin dæmalausu örugg sönnun upp á, sem barnshafandi konur tóku með þeim afleiðingur að ??? börn urðu van- sköpuð. Vegna þess að Guð skóp þennan varnar- vegg í móðurlífi konunnar, hefur hann alltaf full- nægt því hlutverki, er skaparinn ætlaði honum í upphafi. Rétt þykir mér að benda á, að J>egar lækna- vísindin voru að þreifa sig fram um þetta með smásjána yfir sköpunarverki Guðs í líffærum kon- unnar, voru þeir ekki að gera það til Jress að sanna það, sem Biblían hafði fyrir löngu sagt. Nei, langt frá því. Hitt er svo annað, að þegar vísindin 44

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.