Afturelding - 01.03.1970, Page 45

Afturelding - 01.03.1970, Page 45
^e6Sja sannanirnar á borðið, verða þær til þess að undirslrika það, sem orð Guðs heíur sagt, að blóð Jesú væri ekki mannlegt blóð, heldur heilagt blóð, Guðs blóð. Með þessar sannanir læknavísindanna á borð- inu í dag, kemur ráðsályktun Guðs svo kröftug- lega fram í ljósið, að sonur Guðs skyldi fæðast af yngismey. Um þetta spáði Jesaja um það bil 700 nram áður en Guðs sonur fæddist, með þessum °rðum: „Sjá yngismær verður þunguð og fæðir son og læíur liann heita Immanúel." (Jes. 7,14). í'yrir það sama verður það blóð, sem átti að end- urleysa mennina, annars eðlis en í nokkrum öðr- Um manni, er gengið liefur um þessa jörð. I ljósi þessarar staðreyndar fá því orð Jóhannesar sterk- an hljóm: „blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“ (Jóh. 1,7). Það sem lærðir guðfræðingar eru búnir að deila um nær 2000 ár, og eru aldrei vilhari í efninu en einmitt nú, segir Heilög ritning í einu versi og nær að segja allan sannleikann með því. Þegar engill- inn birtist Maríu lil að flytja lienni þessi óvenju- iegu og miklu sannindi, spyr yngismærin undr- andi: „Hvernig gelur þetta verið, þar eð ég hef ekki karlmann kennt?“ Þá svarar engillinn lienni: »Heilagur Andi mun koma yfir þig og kraftur lúns hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun °g það sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs“. (Lúk. 1,35). Síðan tekur fóstrið venjulegan þroska í móðurlifi meyjarinnar. En i blóði þess er ekkert blóðko’-n, hvorki rautt né hvítt, frá Jésef né neinum öðrum jarðneskum föður, og ekki heldur frá nióðurinni. Þegar Heilagur Andi kom yfir Maríu frjógvaðist eggið í móðurlífi hennar. Þetta er allt, sem þarf að segjast. Staðreynd er, að sjálfsfrjógun er til í jurtaríkinu, þó að sjaldgæft sé. Skyldi það þá ekki vera möglegt fyrir Skaparann að koma Jrví til leiðar, sem hann vill, er kraftur Guðs skap- andi Anda kemur yfir sjálfa kórónu sköpunar- innar! Um leið skiljum við hve óendanlega mikla þýð- nigu meyjarfæðingin hefur. Með þessu stendur eða fellur sannleikurinn um friðþægingarverk Jesú Krists. Sé Jesús ekki fæddur af mey, þá rann venju'legt mannsblóð í æðum hans, og getur hann hví ekki endurleyst syndugt mannkyn með synd- ugu blóði. Ritningin segir líka: „Enginn maður fær keyptan bróður sinn lausan, né greitt Guði lausnargjald fyrir hann.“ En af því að hann er Guð af Guði, þá megnar hann að endurleysa synd- ugan mann með blóði sínu, af því að það er heil- agt Guðs blóð. Hér er þá vitnisburður Heilagrar ritningar um það, hvernig blóðið verkar í sambandi við endur- lausn mannsins. 1. Blóði'ð veiiir olckur frið við GuS: Guð hafði ákveðið með sjálfum sér „að koma fyrir hann (Krist) öllu í sátt við sig, hvort heldur er það sem er á jörðunni eða þdð sem er í himnunum, eftir að hafa samið /rið með blóðinu, úthelltu á krossi hans“ (Kól. 1,20). 2. Blóðið rétllœLir okkur: „Miklu fremur mun- um vér þá nú, réttlættir fyrir blóð hans (Krists), frelsaðir verða frá reiðinni “ (Róm. 5,9). 3. Blóðið endurleysir okkur: „En í honum eig- um vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefn- ing afbrotanna“ (Ef. 1,7; Kól. 1,14; I. Pét. 1,18). 4. Blóðið hreinsar af allri synd: „En ef vér fram- göngum í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jcsú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd“ (1. Jóh. 1,7; Opb. 1,5; 7,14). 5. Blóðið veilir okkur aðgang að himninum: „Er vér nú, bræður, megum fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið heilaga....“ (Hebr. 10, 19). 6. Blóðið gefur okkur fullkominn sigur yfir SaLan: „Og þeir hafa sigrað hann (Satan) fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði“ (Opb. 12, 12). 7. Blóðið verður efnið í hinum nýja söng í ei- lífðinni: „Og þeir syngja nýjan söng, segjandi: Verður er þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað, og þú keyptir menn, Guði til handa, með blóði þínu, af sérhverri kynkvísl og tungu og þjóð“ (Opb. 5,9). Talan 7 er guðleg tala, bendir á sjálfan Guð, og sannleika orðs hans, sem líkt er við „sjöhreins- að gull“ (Sálm. 12,7). Mér þótti því hlýða að benda á þennan sjöfalda vitnisburð Heilagrar ritn- ingar um þýðingu blóðs Jesú Krists fyrir endur- lausn mannssálarinnar. Páll postuli segir í fyrra Framhald á bls. 50 45

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.