Afturelding - 01.03.1970, Síða 47
(3. Davíðs sálmur).
Mjög eru þeir fáir, ef nokkur finnst, sem þekkja
ekki hvað það er að gráta. Aðeins Guð veit tölu
á þeim koddum, sem verða vættir með tárum næst-
komandi nótt, tárum kvíða, þjáninga, saknaðar og
sorgar.
Sú stund kom í lífi þessa sálmaskálds, Davíðs,
oð tárin flutu vðistöðulaust af hvörmum lians.
Okkur er ekkert sagt um ástæðuna fyrir því, að
slíkt táraflóð féll af hvörmum þessa manns. En
liitt er okkur sagt, að þegar hann sneri sér til
Guðs, fann liann huggun og lækningu meina sinna.
»Ö, Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú
iæknaðir mig‘: (Sálm. 30,3). Táraflóð hans stöðv-
aðist á samri stundu, sem hann uppgötvaði, það
Sem hann segir í 6. versi: „Að kveldi gistir oss
grátur, en gleðisöngur að morgni.“
„Að kveldi gisti mig grátur, en gleðisöngur að
morgni.“ Hve huggunarrík orð þetta eru, á þessu
augnabliki, fyrir þann, sem hefur verið í þreng-
mgum langan eða stuttan tíma, og hefur haldið
að tár og þrenging yrði kannski sitt daglega brauð,
það sem hann ætti eftir að lifa. Ef við raunveru-
lega tækjum þessi orð sálmaskáldsins inn í hjarta
okkar, grópuðum þau í hugsanalíf okkar, mundi
sorg og myrkur aldrei skyggja yfir vegu okkar.
Sálmaskáldið þekkti livað það er, þegar „gleði-
söngur að morgni“ mætti honum. Það var ekki
nein vísdómsfull hugsun, ekki eitthvað sem ein-
bver sagði við hann, eða hann hafði lesið, sem
Serði undrið. — Nei, það var eitthvað, sem
hann reyndi sjálfur. Áður en þessi þýðingarmiklu
°rð komu á pappírinn, liafði höfundurinn lifað
‘hau, reynt þau. Þau eru rituð beint út frá reynslu
hans sjálfs. Já'ning okkar verður þyngra vegin,
og einkennist af sigrandi krafti, þegar við tölum
út frá eigin reynslu. Menn hlusta betur og eru
fúsari til eftirfylgdar. Reynslan er eins og stór
óvísun upp á þýðingarmikla kennslustund, fyrir
bá sem heyra á.
„Gleðisöngur að rnorgni." Ekki vegna hins árla
tíma dagsins, urðu þessi dásamlegu umskipti,
lieldur vegna þess að hönd Guðs strauk öll tár af
ásjónu þess, sem snéri sér til hans. Dimmir dagar
geta komið og ollað því, að tárin streymi okkur
af hvörmum. En aðeins þegar við snúum okkur
til Guðs getur reynsla okkur orðið slík, að gleði-
söngur mæti okkur að morgni. — Sá friður, sem
yfirgcngur allan mannlegan skilning, gefst okkur
aðeins fyrir Jesúm Krist, frelsara vorn. Þennan frið
fann sálmaskáldið, þegar það sneri sér til Guðs í
neyð sinni. Þennan sama frið finnur þú líka, ef
þú hefur ekki þegar fundið hann, þegar þú gerir
það sama. „Og Herrann Drotlinn mun þerra tárin
af hverri ásjónu.“ (Jes. 25,8).
lausnargjald af Guði fyrir synduga menn. Upp-
risa Krists byggist einmitt á því. Hér höfum við
Sumum heim=ka
Frnmhnld nf bls. 45.
Korintubréfi, 15. kafla: „ef Kristur er ekki upp-
risinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í synd-
um yðar,“ og jafnframt einnig þeir glataðir, sem
sofnaðir eru í trú á Krist.“ Þetta má segja á annan
veg, og meina þó hið sama: „Ef vitnisburður Biblí-
unnar í öllum sjö áðurnefndum liðum, er ekki sann-
ur, erum við allir í syndum okkar, sem höfum
trúað á orð Ri'ningarinnar í þessu efni, og jafn-
framt einnig þeir glataðir, sem dánir eru í trú á
þennan vitnisburð Guðs. Þá erum við, jafnt og
þeir dánu, „aumkunarverðastir allra manna“, eins
og Páll orðar það. „En nú er Kristur upprisinn
frá dauðum, sem frumgróði þeirra sem sofnaðir
eru“, hrójiar liann með sigurhreimi. Og þannig
er með þá sem dánir eru í trú á endurlausnina í
blóði Krists, og okkur sem lifum, við getum sagt
allir eins og Páll. En nú sagði Kristur: „Því að
þetta er sá'.tmálablóð mitt, sem úthellt er fyrir
marga til syndafyrirgefningar“ (Matt. 26,29). —
í öðru lagi þá hefði Kristur ekki risið upp, ef blóð
hans hefði ekki verið tekið sem fullkomið endur-
47