Afturelding - 01.03.1970, Side 49

Afturelding - 01.03.1970, Side 49
niér 'hliSholl. En dagur reikningsskilanna nálgað- ist óðum. Dag nokkurn, er ég sat við borðið í heimili mínu, fann ég mig skyndilega máttvana. Ég var fluttur 1 sitjandi stöðu til Kennedy-sjúkrahússins í Mem- phis. Læknar lýstu þessu máttleysi mínu sem iiryggjarliðagikt. í níu daga þjáðningu og kvölum missti ég 39 pund. Skurðlæknar rannsökuðu hrygg- ]nn á mér á þessu tímabili og komust að þeirri niðurstöðu, að hann þarfnaðist uppskurðar. Þeir tóku úr mér sjö hryggjarliði, settu tein í staðinn og tengdu þrettán liðamót við hann. Mér fannst eins og ég ihefði verið skorinn í tvennt. Svo var ég sendur heim með hækjur tii að geta eitthvað hreyft mig. Einn morguninn þegar ég var á pósthúsinu, niætti ég nágranna mínum sem sótti samkomur Hví'asunnumanna. Þegar hann sá mig, fór hann að tala við mig um Drottin. Þetta gerði mig reiðan, og ég sagði honum, að ég hefði engan áhuga fyrir umtalsefni hans. Er hann hélt sámt áfram, reyndi eg að slá til hans, en hann var liðugur og vék sér undan laginu. Einhvern veginn lagði Guð mig á 'bjarta hans, og þar sem ég vildi ekki leyfa honum að tala við mig um Drottin, ákvað hann að fasta í 6 daga. Eft ir föstuna kom hann til mín og spurði 'hvort ég vildi koma heim til sín, svo hann gæti lesið úr Biblíunni fyrir mig, því hann trySi aS GuS vildi gera eitt'hvaS fyrir mig. Á þeirri sMindu fékk ég samvizkubit af lífi mínu og ég blvgSaSist mín fyrir framkomu mína við hann á póstihúsinu. Ég sagði honum aS ég mundi koma strax í bifreið hans, ásamt konu minni og börnum. Þessi nábúi var mjög fátkæur. Það voru engin gólfteppi, enginn dúkur á 'borðinu og engar ábreið- tir yfir rúmunum. Þarna var aðeins einn stóll og ufgangurinn voru spjöld nelgd á naglakassa. Er homið var á staðinn safnaði hann saman fjölskvld- unni og hún kraup niður til bænar. Li'la s'úlkan hans, óhrein frá því að hafa verið að leika sér ú'i, hraup niður fyrir framan mig. Tárin runnu niður rykugar kinnar hennar og andlit er hún bað: „Dro'tinn. þú lofaðir að frelsa Jones, þú lofaðir að lækna Jones“. Ég varð mjög snortinn af bæn hennar og fann að ég þráði að eignast það sem 'hún á'ti. Þó að 'hún væri aðeins barn, sá ég að hún þekkti Guð af eigin reynd. Eins og Biblian segir: „Lítið barn skal leiða þá“. Einhver úr fjölskyldunni lagði hendur yfir mig og ég fann í einni svipan að eitthvað gerðist innra með mér. Það var eins og oliu væri hellt yfir höf- uð mér, og sem streymdi yfir mig allan. Mér virt- ist rödd segja, að ég væri læknaður, og ég kastaði frá mér hækjunum og tók eitt skref. Ég fann ekki að ég væri læknaður, en tók annað skref, þriðja og fjórða og þá fann ég samstundis að ég var leystur. Kvalirnar hurfu, og ég var læknaður. Ég hafði aldrei heyrt um skirn í Heilögum Anda en GuSs andi kom snögglega yfir mig og ég fór að tala öðrum tungum. Guð hafði framkvæmt kraftaverk í lífi mínu. Hann hafði ekki einungis læknað líkama minn held- ur líka sál mína. Næsta dag fór ég til allra ná- granna minna og greindi þeim frá iþvi, hve mikla ihluti Drottinn hefði fyrir mig gert. Að þrem dög- um liðnum höfðu 23 persónur gofið Kristi líf sitt. Skömmu seinna byrjaði ég að hafa bænasamkom- ur á heimili mínu og allt upp í 150 manns komu í eitt skipti. Þetta var upphafið að þjónustu minni i Guðsríki. Síðan hef ég gefið mig allan út í þjónustuna, í vakningarsamkomum og með því að byggja upp söfnuði. Ég vildi ávinna einhverja af mínum gömlu lags- bræðrum úr glæpaheiminum fyrir Drouin. Svo var það dag einn, að ungur maður, sem hafði verið með mér i undirheimunum kom á samkomur okkar og gaf Guði hjarta sitt. Lögreglan hafði komizt á snoð- ir um ferðir hans og sló hring um bifreiðina. Þeir fóru með hann til lögreglustöðvarinnar þar sem Ihann var settur í varðha'ld. Seinna um kvöldið tóku þeir mig líka til yfirheyrslu. T.ögreglan sleppti mér fljótloga en héldu honum áfram. Næsta dag fór ég í réttarsalinn og skýrði frá því, að þessi maður væri endurfæddur, en lögreglan vildi naura- ast trúa því en lét hann þó lausan að fáum dögum liðnum. Þar cð ég hafði aflað eigna minna á rangan hátt, var ég leiddur af Guði lil að gefa þær til verðugra málefna. Það sem ég hlaut í endurgjald frá Drottni var stórum meira og dásamlegra. Guði sé lof fyrir hans undursamlesra náð. V. W Jones. (Chrlst For The Natlon) llallRr. Guðmansson. 49

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.