Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 2
Niðurstöður lesendakönnunar Aftureldingar í síðasta tölublaði Aftureldingar var biðlað til lesenda um þátttöku í könnun um blaðið og gerð þess. Þátttaka var allgóð og réttlætir fylli- lega þessa tiltekt, við ætlum okkur að gera þetta oftar ef Guð lofar. Það sem helst vakti athygli mína var að þeir sem sinntu könnuninni sendu flestir umsögn sína undir fullu nafni og gáfu leyfi til að per- sónuleg umsögn þeirra mætti birt- ast. Það er gleðilegt að sjá að les- endur vilja hafa lifandi samband við blaðið og að Afturelding er á réttri leið hvað meginstefnu varðar. Langflestir þátttakenda lesa blað- ið reglulega og er það eðlilegt því blaðið er einkum selt í áskrift. Hvað efnisinnihald varðar er augljóst að lesendur vilja lesa um lif- andi kristindóm og máttarverk Guðs. Frásagnir af lækningum, kraftaverkum, vitnisburðir og lífs- reynslusögur njóta langmestra vin- sælda og viljum við leitast við að birta jafn mikið og helst meira af slíku efni í blaðinu. Allar ábendingar lesenda um fólk sem hefur frá slík- um reynslum að segja eru vel þegn- ar. Viðtöl og hugleiðingar eru einn- ig ofarlega á blaði og lesendur vilja frekar lesa innlendar en erlendar fréttir. Við munum auka vægi inn- lendra frétta á kostnað þeirra er- lendu. Augljóst er að þeir lesendur sem svöruðu vilja fá fleiri tölublöð á hverju ári. 85% vildu fá blaðið ann- an hvern mánuð eða mánaðarlega og voru þeir síðasttöldu heldur fleiri. Það er von okkar að á næsta ári takist að íjölga tölublöðum í sex. Fjöldi þeirra, sem lesa hvert tölu- blað Aftureldingar er mjög breyti- legur allt frá einum upp í fimm. Heimingur þeirra, sem svöruðu voru á aldrinum 17—35 ára og finnst okkur það mjög gleðilegt að yngra fólk skuli lesa blaðið í svo miklum mæli. Svör bárust frá lesendum í fimm trúfélögum, flestir tilheyra þjóð- kirkjunni og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að langstærstur hluti þjóðarinnar telst til þjóðkirkjunnar. Af hverjum tiu sem svöruðu voru fjórir karlar og sex konur. Það er að sjálfsögðu matsatriði hversu marktæk svona könnun er, það vakna spurningar um hvort það er ákveðin manngerð sem svarar svona könnun, hvort meiri viðbrögð hefðu fengist með annarri uppsetn- ingu spurningablaðsins, hvort við- brögðin endurspegli afstöðu alls þorra lesenda blaðsins. Því má líta svo á að þátttökuleysi í lesenda- könnun, sem þessari, er einnig vís- bending, -um takmarkaðan áhuga á blaðinu. Að lokum vil ég birta nokkur um- mæli lesenda, sem bárust á svar- blaðinu: Ung kona í Reykjavík skrifar: „Þetta er mjög gott og uppörv- andi blað og það er alltaf gott að hugleiða það, sem skrifað er um lækningar og lífsreynslusögur. Er hægt að segja meira frá andlegum hliðum fólks?“ Guöni Einarsson er framkvæmdastjóri Fíladelfíu-Forlai»s oí» hefur get»nt því starfi frá þvíífebrúarl978.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.