Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 19

Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 19
Það var við prestaskóla Spur- geons í London, nánar tiltekið á æfingu í prédikun. Ungur mað- ur dró sér umræðuefni. Á mið- anum stóð „Sakkeus“. Án þess að hika, þá stóð hann upp og byrjaði ræðu sína: „Bræður mínir. Umræðuefni mitt er Sakkeus yfirtollþjónn. Það hæfir mér vel að tala um hann. Sakkeusi er svo lýst, að hann var maður lítill vexti. Það er ég einnig eins og þið sjáið. I annan stað, þá fáum við að vita að Sakkeus var uppi, uppi í tré. Ég er einnig uppi. í þriðja lagi er sagt um Sakkeus að hann flýtti sér niður. Það geri ég einnig núna!“ Hann fór og settist. Spurgeon taldi þeitta eitt hið besta sem fram kom. Orð í brennidepli, sem hvorki þurfti að bæta við né draga af. TEKIÐ TIL GREINA Sóknarnefnd, stjórn kirkju- safnaðar, skrifaði eitt sinn bréf til Spurgeons. Innihald bréfsins var, hvort hann gæti sent þeim prédikara, prest, sem gæti fyllt kirkjuna. Þeir höfðu engan Drottins þjón. Spurgeon svaraði bréfinu á þá leið, að enginn sem hann þekkti, væri svo stór, að hann gæti fyllt kirkjuna. Jafnframt hélt hann sig geta fundið einn, sem gæti fyllt prédikunarstólinn með Orði Drottins. Sóknarnefndin skrifaði um hæl og kvað þá einmitt leita að slíkum. Þann mann fengu þeir og stóð þá ekki á að kirkjan fylltist. Eitt sinn bauð Spurgeon til fagnaðar í húsi sínu. Fastar regl- ur giltu um hve lengi fögnuður- inn stóð yfir. Þegar fólkið fór og veislan var búin gleymdist að loka einum glugganna. Þetta varð til þess, að þjófur komst inn og stal verðmætum úr húsi Spurgeons. Þar á meðal gull- slegnum staf, sem merktur var Spurgeon. Daginn eftir reyndi þjófurinn, að selja stafinn. En stafurinn varð til þess að koma upp um þjófnaðinn. og til í kirkju hans. Þegar hann fékk að vita hvaða hús hann hafði brotist inn í, varð hann mjög leiður og harmaði mistök- in. Fékk hann leyfi til að skrifa Spurgeon bréf, þar sem hann baðst fyrirgefningar á þjófnað- inum. Jafnframt vildi hann gefa prédikaranum ráð, svo að menn eins og hann gerðu ekki eftir- leiðis skaða og skemmdarverk: „Hafðu það fyrir reglu, að loka öllum gluggum. Fáðu þér svo stóran varðhund, sem gætir hússins.“ Það var sagt að Spurgeon hafi tekið þessi ráð til greina. Tekið úrbókinniC.H. Spurgeon Avesta 1983 Ritstjórinn

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.