Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 27
 tLENDAR FRÉTTIR — mörg hundruð manns skírðust í heilög- um anda. Bonnke segir eftir heimsóknina til Uganda að þar séu criiðir límar og fá- tækt mjög mikil. KS584 Mikill vöxtur í EI Salvador Hvítasunnuhreyfingin í E1 Salvador hefur vaxið ört síðustu árin. Á síðustu fimm árum hefur meðlimaljöldinn, þar með taldir þeir sem frelsast hafa, en bíða eftir skím, vaxið úr 30000 í 80000.Mikil kraftaverk hafa gerst og margir vaknað til lífs í Guði við að sjá hann starfa þannig í söfnuðinum. Alls eru starfandi í E! Salva- dor á vegum Assemblics of God samtak- anna um 780 söfnuðir og er meðlima- fjöldi hvers safnaðar um sig að meðaltali 100 manns. Hjá stærsta samfélaginu sækja um 22000 manns samkomur á hverjum sunnudegi. KS584 Flestir hvítasunnumenn í Rúmeníu Ef miðað er við fólksljölda, eru fleiri hvítasunnumenn í kommúnistaríkinu Rúmeníu en í nokkru öðru landi í heim- inum. Þar eru í dag í kringum 900 hvíta- sunnusöfnuðir og meðlimaljöldi er vel yfir 250000 manns. Safnaðar- og bæna- hús eru ætíð yfirfull. Hver söfnuður má aðeins starfa 15 klukkustundir vikulega og er sá tími notaður til hins ýtrasta til að safnast saman í húsi Drottins. KS384 ALDRAÐIR þurfa að ferðast eins og aðrir. Sýnum þeim tillitssemi. IUMFERDAR RÁO ^ENDAR FRÉTTIR — VITNISBURÐUR — VITNISBURÐUR Agnes H. Konráðsdóttir: „Því að svo elskaði Guð heiminn...” Sumarið 1983 fór ég í sveit á ísafirði. Á meðan ég var þar, skrifaðist ég á við vinkonu mína í Hvítasunnusöfnuðinum. Hún sagði mér að það væri mót í Kirkjulækjarkoti yfir verslunar- mannahelgina. Ég hugsaði svo- lítið urn það og skyndilega fann ég að mig langaði til að fara á mótið. Og ég fór og ég hef svo sannar- lega ekki séð eftir þeirri ferð. Það er vegna þess að Jesús snart virkilega við mér á þessu móti og sýndi mér að hann elskar mig svo mikið, að hann gaf líf sitt á krossi fyrir rnig til að ég gæti eignast eilíft líf. Jóh. 3:16: ,,Því að svo élskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trítir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Og þú kæri vinur, sem lest þetta, varpaðu þessu frelsi ekki frá þér, þessu líl'i friðar og kær- leika sem Jesús gefur þér. Þú getur ekki fengið það frá öðrum, þú i'ærð það aðeins fyrir Jesúrn Krist. Jesús dó líka fyrir þig, til að þú gætir fengið fyrirgefning syndanna og átt eilíft líf í trúnni á Jesúm Krist. Jesús elskar þig og þráir að þú konrir til sín. Þú sérð aldrei eftir því ef þú velur að fylgja Jesú. Hann er það eina senr gefur lifinu gildi, og hann segir: „Ég mun vera með yður alla daga, allt til enda veraldar, “ og: „Sá sem á mig trúir, mun lifa, þótt liann deyi. Jes. 53:5. Róm. 10:9. Drottinn blessi þig, lesandi nrinn. Agnes H. Konráðsdóttir VITNISBURÐUR — VITNISBURÐUR

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.