Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 8
Bækur Gamla testamentisins Fimmbókaritin Sögubækur Speki og Meiri Minni 1. Mósebók Jósuabók Ijóðmæli spámenn spámenn (Genesis) Dómarabók Jobsbók Jesaja Hósea 2. Mósebók Rutarbók Sálmarnir Jeremía Jóel (Exodus) 1. og 2. Orðskviðirnir Harmljóðin Amos 3. Mósebók Prédikarinn Esekíel Óbadía (Leviticus) 4. Mósebók (Numeri) 5. Mósebók (Devter- onomium) l.og2. Konungabók l.og2. Kroníkubók Esrabók Nehemía Esterarbók Ljóðaljóðin Daníel Jónas Míka Nahúm Habakkuk Sefanía Haggai Sakaría Malakí Það skýtur kanrtski skökku við að rita inngang aö svo stuttri grein sem þessari, en ég tel það engu að síður nauðsynlegt, þó ekki sé nema til að útskýra hvað fyrir mér vakir. Alltof margir láta sig litlu varða innihald Biblíunnar og uppbyggingu og álíkafjöldi hef- ur enga eirð í sér til að sitja yfir langlokum um þessi efni. Því datt mér í hug, lesandi góður, að þú nenntir e.t.v. að fylgja mér í gegnum þessa stuttu grein og kynna þér á skömmum tíma og án mikillar fyrirhafnar, hvað Biblían hefur að geyma. Við skulum fyrst líta á upp- setningu Gamla testamentisins (Testamenti merkir Sáttmáli) og láta Nýja testamentið bíða nœsta blaðs. Biblían er safn bóka sem skrif- aðar eru af ólíkum mönnum á ólíkum tímum. Bækurnareru 66 að tölu, þar af 39 í Gamla testa- mentinu. Sögur Gamla testa- mentisins hafa varðveist mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Áður en prentun kom til sögunnar og þúsundum ára fyrir uppgötvun myndlistar, var eina leiðin til að muna atvik úr fortíðinni, að varðveita þau í munnlegri geymd. Heþrear skráðu þessar munnmælasagnir niður á eigið móðurmál og það tók tugi manna þúsund ár að fullgera á hebresku það sem við þekkjum sem Gamla testament- ið. Fimmbókaritin Gamla testamentið hefst á Mósebókunum fimm (Pentatev- kos) og greinir frá sköpun heims- ins, Nóa-flóðinu og upphafsár- um hebresku þjóðarinnar. í þeim er greint frá lífi Abrahams og afkomenda hans og bókunum lýkur með dauða Móse.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.