Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 14
Sam Daníel Glad: Páskar — Hvítasunna „Þrisvar á ári skalt þú mér há- tíð halda. Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skalt þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í þeim mánuði fórst þú út af Egypta- landi. Enginn skal koma tómhentur fyrirmittauglit. Þú skalt halda hátíð frumsker- unnar, frumgróðans af vinnu þinni, af því sem þú sáðir í akur- inn. Þú skalt halda uppskeruhátíð- ina við árslokin, er þú alhirðir afla þinn af akrinum.“ II. Mósebók23: 14—16 Ekki er langt síðan við héldum páskahátíð. En hvers vegna höldum við páska? Er það til þess að fá nokkurra daga frí, til- breytingu í mat, bregða sér á skíðamót og þess háttar? Vissu- lega tilheyrir það að menn geri sér dagamun, en er það ástæðan fyrir því að við höldum páska? Sérhver hátíð á sitt upphaf. Oft er það svo að menn eru að minnast einhverra atburða. Séu hátíðir mjög fomar vill stundum gleymast hvert upphaflegt til- efni þeirra var. Við finnum bæði páskahátíðina og hvítasunnuna á síðum Nýja Testamentisins og einnig í Gamla Testamentinu. Sumir vilja meina að páskarnir séu jafnvel enn eldri en heimildir Gamla Testamentisins og halda því fram að hátíðin hafi verið haldin í Kanaanlandi áður en ísraelsmenn komu þangað. Hvernig og hvers vegna sú hátíð hefur verið, greinir menn á um. Heimildir þar að lútandi eru mjög takmarkaðar. Frásagnir Biblíunnar af upp- hafi páskahalds finnum við í Mósebókunum og víðar.1 En ísraelsmenn voru þá í ánauð í Egyptalandi. Guð kom fram með Móse sem átti að leiða lýð- inn út af Egyptalandi til þess lands er Guð hafði gefið Abra- ham. Móse hafði lært og numið speki Egypta frá bamæsku allt til 40 ára aldurs. Dvaldi hann svo önnur 40 ár í óbyggðum, var hann þá kallaður af Guði og gekk á fund Faraó.2 Áður en fólkið fór á brott skyldi það taka lamb og slátra því og eta og halda daginn hátíðlegan kynslóð eftir kynslóð.3 í Nýja Testamentinu lesum við um það er Kristur hafði boðað fagnaðarerindið, svo var hann tekinn og krossfestur.4 Þetta var rétt fyrir páskahátíð Gyðinga. Við sjáum samlíkingu með Kristi og páskalambinu. Þeir sem á Krist trúa losna úr ánauð og þrældóm og hljóta frelsi. Á páskadagsmorgun reis svo Kristur upp5 og páskarnir urðu upprisuhátíð Frelsarans. Lærisveinar Jesú fóm nú einnig að koma saman fyrsta dag vik- unnar og minntust þannig upp- risu Jesú. Þess vegna er það sem kristnir menn halda helgan fyrsta dag vikunnar. Jesús var með lærisveinum sínum í 40 daga þar til hann steig upp til himins og englarnir sögðu að Hann kæmi aftur með sama hætti og hann fór. Þeirrar endurkomu bíðum við. En er Sam Danfel Glad lauk námi frá Biblíuskólan- um IBTI, í Englandi, árið 1974. Hann er nú aðstoóarforstöóumaö- ur Ftladelfíusafnaðar- ins í 'Keykjavík.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.