Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 11
ÁRBIBUUNNAR ÁÍSLANDI Guöbrandsbiblía 400 ára Nýja testamenti OddsGottskálkssonar 444ára HHDÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG ur segir: „Það er huggun mín í eymd minni að Orð þitt lætur mig lífi halda.“ Nú eru útgáfur Biblíunnar orðn- ar 10, reyndar 11. Þýðingin frá 1908 er aldrei talin með, enda var Biblíu- bókum útgefnum á því ári eytt af útgefanda er var Hið Breska og Er- lenda Biblíufélag í Lundúnum. Talið er að 80 eintök af þeirri útgáfu hafi selst. Skiljanlega er sú útgáfa fágæt og meðal Biblíusafnara nefnd „Heiðna Biblían." Bókinni var eytt vegna alvarlegra þýðingargalla, bæði í Jesaja 1. og Matteus 28. Það var Arthur Gook trúboði á Akureyri, sem vakti athygli landsmanna á þessum meinbugum. Þegar þessi grein er skrifuð þá hefur Biblíubókum og Nýja testa- mentum verið dreift í ótrúlegum íjölda eintaka síðastliðin þrjú ár. Eða 32000 eintökum. Þetta voru opinberar tölur Hins íslenska Biblíufélags. Við 1000 ára minningu um boð- un Kristinnar trúar, sem talin er frá Kristinboði Þangbrands og Friðriks biskups sem hófu starf sitt að Stóru- Giljá í Húnaþingi, var við hæfi að endurskoðuð þýðing Biblíunnar kom út árið 1981. Að frágangi er bókin mjög vönduð, en deila má um þýðingar. Það skal ekki gert hér. Bak við þessa gífurlegu út- breiðslu, þá má geta framlags Al- menna bókafélagsins, sem gerði Ritninguna að bók mánaðarins jan- feb. 1984. Dreifðust þá um 7000 eintök. Einnig Biblíunnar frá Guð- brandsstofu. Söluferða Ólu og Auð- uns Blöndal, vítt og breytt um land- ið og svo starfs Gideon félaga á ís- landi, sem hafa skilað mjög fórnfúsu og mikilvirku starfi. Eins og þeir vita, sem lesa Heilaga Ritningu, þá er frásögnin um Gideon Jóasson skráð í Dómarabók Biblíunnar frá 6. kap. til hins 9. Eitthvað hefir frásögnin um Gid- eon heillað kynslóðir sem á undan okkur eru gengnar. Eitt kunnasta skip sem gekk fyrir suðurlandi hart nær hálfa öld hét Gideon. Því stjórn- aði Hannes Jónsson lóðs frá Mið- húsum í Vestmannaeyjum. Sá Gideon var smíðaður í A-Landeyjum og þá veigruðu menn sér ekki við að nefna skip sín eftir hetjum Biblíunn- ar: ísak, Abraham. Á öld vélbátanna kemur nafnið víðar fram um landið. Faðir þess er þetta ritar átti hlut í vélbáti í Eyjum, er hét Gideon. Á liðnum vetri kom glæsilegt skip í flota landsmanna, sem ber nafnið Gideon. Svo mætti skrifa áfram. í kjölfar Hins Islenska Biblíufé- lags, sem stóð að prentun Viðeyjar- Biblíu 1841 og Viðeyjar-Nýja testa- mentis 1825—27, þá tel ég Sigurð heitinn Sigvaldason frá Bakkafirði, síðar kennara við æðri skóla í Amer- íku, einhvern merkasta Biblíusala, sem gengið hefir um þetta land. í góðri stöðu og vel efnum búinn, þá selur hann allar eigur sínar og yfirgefur arðvænlegt starf og gerist biblíusali á íslandi. Hann Ijármagn- aði þetta með eigum sínum. Hverjir muna ekki þennan virðulega mann trúarinnar, er hann gekk um landið og hafði þá viðurnefnið „Biblíu- Siggi?“ Hverjir muna hann ekki frá aðalgötu Reykjavíkurborgar Aust- urstrætis, þegar hann sat dag eftir dag í tröppum Júlíusar Björnssonar kaupmanns og dreifði þaðan út Heilagri Ritningu?" Það er gott á Biblíuári að minnast slíkra forgöngumanna og Biblíusal- ar í dag eru arftakar þeirra. Eftir Sigurð Sigvaldason kom Sigurður Sveinbjörnsson, maður ólíkur hin- um fyrri að skapgerð. En hann bar mikla virðingu fyrir Orðinu og dreifði Biblíum út um landið í hundruðum og þúsundum eintaka. Hann fékk titilinn „Karlinn á kass- anum.“ Áfram gengur Orðið út og bæn þess er þetta ritar er Biblíuvakning á íslandi. Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús þess ég beiði. Frá allri villu klárt og kvitt, krossins Orð þitt út breiði. Um landið hér til Heiðurs þér, helst mun það blessun valda. Meðan þín náð lætur vort láð, lýði og byggðum halda. Mallgr. Pét. Ritstjórinn.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.