Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 9
a í Mósebókunum er að finna sáttmála Guðs við manninn; m.a. boðorðin tíu. Sögubækur Sögubækurnar eru tólf að tölu og segja frá landnámi fyr- irheitna landsins. í þeim lesum við um Davíð og Salómon, hrakningar og skiptingu Israels- ríkis og endurreisn Jerúsalem. Bækumar spanna sögu Gyðinga í 800 ár, frá 13. öld- 5. aldar fyrir Krist. Speki og ljóðmæli í þessum fimm bókum er m.a. annars að finna Sálmana. Þjóðsagan hermir að nótt eina hafi vindurinn framkallað tónlist á hörpu Davíðs, sem við það vaknaði og söng Guði lof fram í dögun. En Biblíufræðimenn segja okkur hinsvegar að sálm- arnir voru samdir og safnað sam- an af ísraelsmönnum á mörg hundruð ára tímabili. Eins og hin spekiritin greina sálmarnir á skýran og lifandi hátt frá mikil- fengleik Guðs. íslenski þjóð- söngurinn er orturundiráhrifum frá90. Davíðssálmi. Meiri spámenn Þeir eru fjórir að tölu (margir eigna Jeremía Harmljóðin). Þessar bækur innihalda þunga dóma og áminningar en benda einnig á endurlausn eins og t.d. stórkostlegur spádómur um komu Krists í Jesaja 53. kafla. Minni spámenn Nafnið kemur til af því að bækur þeirra tólf eru styttri en bækur hinna fjögurra. Þær eru þó engu síður mikilvægar því þær undirstrika og varpa skýrara ljósi á spádóma þeirra spámanna sem voru uppi á undan þeim. Til gamans má geta þess að hebreska Gamla testamentisins var mjög ólík því sem við þekkj- um til í íslensku. Hún hafði enga sérhljóða (hljóð eins og a,e,i,o,u) og var skrifuð frá hægri til vinstri. Og þar á ofan var ekkert bil á milli orða og engin greina- merkjasetning. Hér fyrir neðan sjáið þið hvemig 1. vers 23. Davíðssálms liti út í íslensku ef við hefðum enga sérhljóða og ekkert bil á milli orða: DR TTNNRMNNHRÐRMG MNKKRTBRST (Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta). Ég læt þetta nægja að sinni og vona að einhver hafi haft gagn af. Verði þessi grein til þess, í smæð sinni og ófullkomleika, að vekja með einhverjum lesanda áhuga á Orði Guðs, þá réttlætir hún fylli- lega þessabirtingu. M.Æ. Heimiidir: Biblían/Guideposts 883 hefur orðið Um kærleikann: Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni. Ljóðaljóðin, 8:7 Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hvor annan. Jóhannes, 13:34 Enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Jóhannes 15:13 Synja eigi góðs þeim, er þarfn- ast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það. Orðskviðir3:27 Vinur elskar ætíð og í nauð- um er hann sem bróðir. Orðskviðir: 17:17 Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika. Orðskviðir 17:9 Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. 1. Korintubréf 13:1 En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikur mestur. 1. Kor 13:13 Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Sálmur 18:1

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.