Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 13
þau. Engum viðskiptavin né ná- granna var synjað um ilmandi tesopa. Þetta var ekkert sældarlíf, en þau gátu haft ofan af fyrir sér með skóviðgerðum sem stund- aðar voru af mikilli eljusemi. Dag einn bar fornvin að garði í skóvinnustofu gömlu hjónanna. Á meðan hann teygaði tesopa við hringlaga tréborð, skýrði hann þeim frá nýfundinni trú sinni á Jesú. Hjarta hans var barmafullt af þakklæti til Guðs sem hafði gert svo mikla hluti fyrir hann. Gömlu hjónin hlýddu á sögu hans eins og börn nteð undrun og gleði. Þau tóku með ákafa á móti hjálpræðinu í Jesú og bættust við hóp hinna kristnu í þorpinu. Sköntmu síðar veiktist gamli skósmiðurinn. Þrátt fyrir alla umhyggju eiginkonu og fyrir- bænir kristinna vina, ágerðust veikindi hans. Vinir héldu áfram að koma í heimsókn, þ. á. m. ná- granninn í næsta húsi. Þessi ná- granni var all háttsettur em- bættismaður er bar virðingu fyrir gömlu hjónunum og reyndi að létta hag þeirra. Þegar hann var eitt sinn að bursta tennur sínar, utandyra, kom hann auga á tvo hvítklædda menn sem gengu inn í’skóvinnustofuna. Fullur forvitni fylgdist hann vel með öllu. Að vörmu spori sá hann sömu mennina koma út úr skóverk- stæðinu — með skósmiðinn á milli sín. Starandi af undrun sá nágranninn þremenningana lyft- ast rólega til himins. Allt í einu heyrðist gráthljóð koma frá skó- vinnustofunni. Nágranninn þaut yfir götuna og inn í litlu skó- vinnustofuna. Bak við bambus- tjaldið fann hann gömlu konuna og ástæðuna fyrir gráthljóðum hennar. Eiginmaður hennar — gamli skósmiðurinn — lá andvana. „Gamla móðir!“ sagði em- bættismaðurinn lágróma með spenning í röddinni, „hverjir voru þessir tveir hvítklæddu menn seni komu inn til þín? Ég sá þá fara með manninn þinn upp til himins! Þeir hurfu í skýjum!“ Þegar gamla konan heyrði þetta hætti hún að gráta. Henni varð ljóst að Guð hafði gert dá- samlega hluti. Hann hafði sent sendiboða sína til að flytja mann hennar til himna, á sama hátt og Lazarus í Biblíunni. Þetta veitti henni mikla huggun og frið og hún tók að lofa Drottin. „Ég skil þetta ekki. Hvað er það sem þú trúir á?“ stamaði embættismaðurinn þruntu lost- inn þegar hún reyndi að útskýra hvað gerst hafði. Með fátækleg- unt orðunt greindi konan honum frá skaparanum Guði, sem hefur fyrirbúið heimili á himni hverj- um þeim sem trúir á son hans, Jesú. Hún ætlaði að halda áfrant en nágranninn greip fram í fyrir henni og sagði: „Hvernig á ég að trúa? Ég vil trúa!“ „Bíddu hérna!“ svaraði gantla konan. „Ég skal sækja einhvern sem getur útskýrt þetta betur fyrir þér.“ Og hún flýtti sér af stað. En í stað þess að bíða, hljóp embættismaðurinn heim til sín og smalaði saman allri fjölskyldu sinni. Þegarsvo kona skósmiðsins kom aftur á skóvinnustofuna ásamt kristnunt vini, beið em- bættismaðurinn þar og vísaði þeim heim til sín. Þar var fjöl- skylda hans saman komin i setu- stofunni. Ungir sem aldnir biðu í eftirvæntingu að heyra um Guð hinna kristnu. Þennan sama dag gafst hver og einn einasti með- lirnur í fjölskyldu embættis- mannsins, Jesú Kristi sem frels- ara sínum. Gantli skósntiðurinn var farinn „heim“ og heilt heimili hafði fundið frelsi og líf í Jesú Kristi. „Ég varðvitniað öðru kraftaverki” í þetta sinn var ég á ferð í landbúnaðarhéruðum Kína, er ég varð vitni að öðru kraftaverki, þegar dauðvona trúsystir hlaut fullkomna lækningu! Sannast að segja hafði ég verið beðinn að jarðsyngja hana! Fjölskylda hennar beiddist þess að ég bæði fyrir henni svo að hún rnætti hverfa á fund Drottins með hægu andláti. Fjölskyldan hafði undir- búið alla þætti útfararinnar. Þeg- ar ég kom á staðinn lá konan á líkbörum. Hún hafði verið færð í föt sín sem hún skyldi jarðsetjast í. Hún hafði ekki bragðað mat í sex sólarhringa. Kvöldið áður þegar þjáningar hennar voru hvað mestar féll hún í algjört meðvitundarleysi. Þannig lá hún í andaslitrunum. Jafnvel hör- undslitur hennar hafði tekið breytingum. Við báðum fyrir henni og sett- umst síðan niður í húsinu og tók- um þátt í guðsþjónustu ásamt öðrum trúsystkinum. Prédikun orðsins og bæn stóð yfir í sex klukkustundir. Skyndilega reis þessi dauðvona kona á fætur og byrjaði að lofa Drottin! Hún var fullkomlega algáð og sagði okkur að hún væri algjörlega heil. Hún borðaði fulla skál af hrísgrjónum og vænt eggjakökustykki. Að svo búnu fór hún út og þvoði sér. Hún skýrði okkur svo frá að hún hefði séð Jesú og orðið að- njótandi hinnar himnesku dýrðar. Við féllum öll á kné með henni og gerðum Guði þakkir. Allir þorpsbúar undruðust stór- um þennan atburð og fjörutíu manns ákváðu samstundis að taka á móti Jesú Kristi sem frels- ara sínum. Lofað sé nafn Drott- ins!

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.