Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 22
Innlendar fréttir — Innlendar fréttir — Innlendar fréttir — Innlendar fréttir Sigfús B. Valdimarsson skrifar um Salem-Sjómannastarfið á ísafirði. „Þakkið Drottni því að hann er góður“ (Sálm. 106.1) Undir þessi orð Davíðs vil ég taka, þegar ég horl'i yfir liðið ár og hugsa til sjómanna- starfsins. Það er dásamlegt hvemig þetta gengur. Ég vil þakka Guði fyrir þá náð að gefa mér heilsu og styrk til að fara um borð í skipin i hvaða veðri sem er og fyrir að hafa fengið að ná til svo margra með fagnaðar- erindið sem dagbókin ber vitni um, þ.e.a.s. fólks frá 25 þjóðlöndum, sem skiptir þúsundum. Gefnar voru 5 Biblíur, 45 Nýja testamenti, og 20 Passíusálmar. Aðrir fengu svo smærri hluta af Ritningunni eða smárit. Jólapakkar til sjómannna voru heldur færri en stundum áður, eða um 200 stykki. Þar af 76 til erlendra sjómanna. Hafa margir sagt mér að það veki óskipta gleði og sérstaka jólastemmningu, enda fylgir líka hverjum pakka ritningarorð til um- hugsunar fyrir viðtakanda. Ég bið Guð að launa öllum þeim, sem á einn eða annan hátt styðja sjó- mannastarfið. Guð blessi og varð- veiti sjómennina og gefi oss öllum náð til að finna hversu lítil við erum, en þó styrk og örugg ef við leyfum Jesú að stýra lífsfleyi okkar.“ ☆ Vitfyrring Afturelding hefur aflað sér upplýs- inga hjá Áfengis- og tóbaksverslun Ríkisins um áfengis- og tóbaksneyslu Islendinga síðustu tvö ár. Á síðasta ári drukku íslendingar áfengi fyrir 985.810.309 krónur (níuhundruð áttatíu og fimm milljónir áttahundruð og tíu þúsund þrjúhundruð og níu krónur) og er það um 157% aukning frá árinu áður. Á sama tíma eyddu íslendingar í tóbak 777.158.686 krónum (eða sjöhundruð sjötíu og sjö milljónum eitthundrað fímmtíu og átta þúsund sexhundruð áttatíu og sex krónum) og er það heldur meiri aukning eða í kringum 158%. Sam- tals hafa því fslendingar á síðasta ári drekkt og brennt peninga að upp- hæð krónur 1.762.968.995 eða EINN MILLJARÐUR SJÖ- HUNDRUÐ SEXTÍU OG TVÆR MILLJÓNIR NÍUHUNDRUÐ- SEXTÍU OG ÁTTA ÞÚSUND NÍUHUNDRUÐ NÍUTÍU OG LIMM KRÓNUR! „Og svo er þeirri firru haldið fram að íslendingar séu greint fólk. Eftir- farandi dæmi gefa okkur aðeins gleggri mynd af þeim tölum sem hér um ræðir. Fyrir áfengis- og tóbakskaup landsmanna 1983 hefði mátt kaupa: 1175 þriggja herbergja íbúðir (hver íbúð áætluð á krónur 1.500.000.-) 23—24 þyrlurtil Land- helgisgæslunnar (einingaverð áætlað 75.000.000.-) 85.581.019. mjólkur- litra (áttatíu og fimm milljónir fimmhundruð áttatíu og eitt þúsund og nítján lítra.) Ef mjólkurhymun- um væri staflað hverri ofan á aðra spönnuðu þær vegalengd sem sam- svarar hringveginum kringum land- ið, ekki einu sinni, ekki tvisvar, held- ur liðlega MILLJÓN SINNUM! Þrátt fyrir þessar óhugnanlegu töl- ur eru það áhrif og afleiðingar þessa böls sem eru ógnvænlegastar. Fjöl- skyldur eru í uppnámi. Böm og kon- ur sæta misþyrmingum. Fólk ekur ölvað undir stýri og veldur sjálfu sér og öðrum óbætandi tjóni og oft dauða. Fjölskyldur splundrast, vin- imir hverfa og þeir sem eftir sitja lenda oft inni á meðferðarstofn- unum eða i fangelsi og eiga þaðan aldrei afturkvæmt. En er þá engin von? Jú, mitt í öllu myrkrinu skín Ijós og það ljós er Jesús Kristur. Það ertil fólk á íslandi sem snýr sér til hans og hafnar alfar- ið að taka þátt í þeirri vitfyrringu sem áfengis- og tóbaksbölið er. Og svo er það þetta fólk sem er talið vit- firrt! Grátlegt en staðreynd engu að síður. Innlendarfréttir — Innlendarfréttir — Innlendarfréttir — Innlendarfréttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.