Afturelding - 01.04.1984, Síða 29

Afturelding - 01.04.1984, Síða 29
0 Gullmolar úr gömlum Aftureldingum-Gullmolar úr gömlum Aftureldingum Hamingjusamur maður. Trúaður maður var á ferð með járnbraut. í sama klefa og hann, voru tveir óþekktir menn. Þeir voru að tala um það sín á milli, hvað það væri, sem menn almennt óskuðu sér. Komust þeir að þeirri niður- stöðu, að það væri einkum þrennt: í fyrsta lagi: auður, í öðru lagi: ham- ingja, og í þriðja lagi: langlífi. Þegar hér var komið samtali þeirra, sneri trúaði maðurinn sér að þeim og segir: — Þetta þrennt á ég í raun og sannleika. Hvað viðvíkur hinu fyrsta, þá er ég einn af allra ríkustu mönnum veraldar, því að ég tilheyri Kristi og erfi allt með honum. Hvað viðvíkur öðru atriðinu, þá er ég alltaf ánægð- ur og hamingjusamur, því að ég hef lært af Kristi, að vera ánægður með það sem ég hef. Og hvað viðvíkur hinu þriðja, þá tekur líf mitt aldrei enda, því að ég á eilíft líf. — Með hinni mestu undrun horfðu menn- irnir á trúaða manninn, og urðu loks að viðurkenna að hann hlyti að vera hamingjusamur maður. Prýðilegt svar. Á sextándu öld var mikill vísinda- maður uppi í Frakklandi, sem hét Myretus. Að ytra útliti var hann lítill fyrir manni að sjá, en gáfurnar því meiri. Á langferðalagi veiktist hann skyndilega, og var þegar fluttur í sjúkrahús, sem næst var. Þar var hann öllum óþekktur. Við rann- sókn kom í ljós, að hann var með óvenjulegan og alvarlegan sjúkdóm. Læknarnir urðu sammála um, að prófa alveg nýja uppskurðaraðferð á honum. — Við getum vel reynt þessa aðferð á honum, sagði einn læknanna á latínu, því að þetta er hvort sem er bara eitthvert lítil- menni. — Lítilmenni! Herrar mínir! endurtók Myretus skýrum rómi á hreinni latínu. — Hvernig getið þér sagt „lítilmenni" um nokkurn mann, þegar Frelsari heimsins, son- ur Guðs, áleit engan mann of lítinn til að deyja fyrir hann? — Læknarn- ir féllu í stafi af undrun, og blygðuð- ust sín ákaflega, þegar þeir upp- götvuðu hver maðurinn var. Afturelding 3.-4. tbl. 1948, bls.30 Gullkorn dagsins. Guð þvær augu mannsins með tárum í þeim tilgangi að þau geti séð hið annars ósýnilega land, þar sem engin tár þekkjast framar. — Beecher. ☆ Guð leiðir menn út í djúp vötn, ekki til þess að drekkja þeim, heldur til þess að hreinsa þá. — Aughey. Sá sem álítur, að hann komizt af án Krists, hefur alltof háar hug- myndir um sjálfan sig. —-Sá sem álítur að Kristur geti ekkert hjálpað sér, hefur alltof lágar hugmyndir um Krist. J.Mason. ☆ Reyndu að bera það með þolin- mæði og trausti til Guðs, sem þú getur ekki borið með gleði. Afturelding 1.—2. tbl. 1949, bls. 16 Maður nokkur, sem var meðlimur í kristnum söfnuði í litlu, ensku þorpi, var þekktur fyrir það, að eiga léttara með að „tala um trúna“ en breyta eftir henni. Eitt kvöld voru frjálsir vitnisburð- ir í söfnuðinum. Og eins og venja mannsins var, reis hann fýrstur úr sæti sínu og hóf mál sitt með þess- um orðum: „Ég er glaður yfir því að fætur mínir standa á klettinum." „Nei,“ kallaði hrjúf rödd frammí fyrir honum, neðan úr salnum, „þeir standa í tveim skóm, sem aldrei hafa verið borgaðir." Það var skósmiðurinn í þorpinu, sem kallaði þessi orð fram í fyrir manninum. Þegar um trúna er að ræða er ekki nóg að tala og tala! Afturelding 7.-8. tbl. 1974, bls. 63 Afturelding 7.-8. tbl. 1955, bls. 62 Gullmolarúrgömlum Aftureldingum-Gullmolar úrgömlum Aftureldingum

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.