Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 18
Um miðbik styrjaldarinnar
sendi Nikulás 11 Rússlandskeisari
út leiðangur á Araratfjall og
náðust þá myndir af fyrirbærinu
en talið er að þær hafi glatast eða
verið eyðilagðar í október-upp-
reisninni, 1917.6
Blaðamaðurinn Arne Falk-
Rönne hefur ferðast á þessum
slóðum og safnað saman sögum
sem styðja tilveru arkarinnar á
Araratfjalli.
— í hundruði ára hafa íbúar
Bayzit-héraðs við rætur Ararats-
fjalls sagt frá merkilegri upplifun
forfeðra sinna. Þegar sólin sendi
geisla sína á ákveðinn stað í
snævi þakinni fjallshlíðinni sáust
greinilega útlínur stórs skips
undir ísnum.7
Árið 1955 fann franskur land-
könnuður, Fernand Navarra að
nafni, móta fyrir bát í jörðu í
Araratfjalli. Honum tókst að ná
upp trébút, sem samkvæmt
Carbon-14 prófunum var talinn
vera um 4.000 ára gamall.8
Navarra með trébút seni vísindamenn ályktuðu
að tilheyrði örkinni hans Nóa.
Mynd tekin úr mikilli hæð yfir Araratfjalli í september 1975.
14 árum síðar fundust fleiri
sýni á svipuðum slóðum og bar
niðurstöðum aldursgreiningar
saman við fund Navarras. Vís-
indamaðurinn Crowford, sem
fann þessi sýni, telur að mestur
hluti þess ferlíkis sem menn telja
að sé örkin hans Nóa, liggi undir
900.000 rúmmetrum af ís, stein-
um og jarðvegi.9
Óyggjandi sannanir?
Hægt væri að tína til enn fleiri
dæmi um fólk sem hefur talið sig
hafa fundið örkina, hulda í snjó
að hálfu eða öllu leyti. Frásögur
þessar eru mjög mis trúverðugar,
en tvær sem enn hefur ekki verið
getið, verður þó að telja til
áþreifanlegustu og haldbestu
sannana fyrir tilveru arkarinnar
sem enn hafa komið fram!
Árið 1952, um sumartímann,
þegar snjóa var tekið að leysa, fór
Georg Greene, verkfræðingur,
yfir svæðið í þyrlu. Hann bæði sá
og ljósmyndaði „mikið ferlíki
sem stóð upp úr ísnum,“ í ca.
16.000 feta hæð, á sprungu sem lá
frá norðri til vesturs. Myndir af
fyrirbærinu glötuðust síðar meir
og sökum andstöðu og vantrúar
vina, fjölskyldu og vísinda-
manna, varð Greene að hverfa
frá hugmyndum sínum um að
gera út leiðangur á svæðið.
Árið 1974 voru teknar myndir
frá Skylab geimstöð sem var á
sporbraut um jörðu og sýndu þær
nákvæma staðsetningu arkarinn-
ar. Var hún í 14.000 feta hæð, í
sprungu sem þakin var gegnsæj-
um snjó, i norðausturhlíðum
fjallsins. Samkvæmt lýsingu
áhafnarinnar var fyrirbærið sem
myndirnar sýndu „greinilega
ólíkl öllu öðru á fjallinu og bendir
lögun þess og stœrð til að hœglega
geti verið um örk að rceða. “10
Leitin heldur áfram
Margir draga í efa sannleiks-
gildi frásagnarinnar um örkina
hans Nóa og enn fleiri þann
möguleika að hún í heild eða
hlutar hennar, skuli varðveittir á
einhverju fjalli austur í Tyrk-
landi. En til allrar hamingju eru
þeir ekki fáir sem trúa orði Guðs
Framhald á bls. 30
6) L.G., bls. 13. 9) L.G., bls. 13. 10) T.P.A., bls. 732—733.
7) L.G., bls. 13.
8) Doomsday 1999, bls. 190.