Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 23
Innlendar fréttir — Innlendarfréttir — Innlendar fréttir — Innlendar fréttir Innlendarfréttir— Innlendarfréttir — Innlendarfréttir — Innlendarfréttir Á heimleið Eins og fram kom í síðasta tölu- blaði er Hafliði Kristinsson, ungur safnaðarmeðlimur, um þessar mundir að útskrifast með Magister próf í Guðfræði frá Central Bible College í Bandaríkjunum. Hann fór utan fyrir þrem árum ásamt konu sinni, Steinu og bömum þeirra tveim, Guðrúnu og Styrmi. Er hann kemur heim mun hann hafa umsjón með starfi Hvítasunnumanna í Breiðholti sem hefur aðsetur sitt að Völvufelli 11. Hafliði og fjölskylda eru væntanleg heim í júlí. Víða er potturinn brotinn í morgunblaðinu birtist nýverið grein þar sem fram kemur að konur á íslandi eru fómarlömb barsmíða í ríkara mæli en þekkist nokkurs stað- ar. Sigurjón H. Ólafsson lektor hefur unnið að rannsóknum á andlitsbein- brotum sjúklinga á sjúkrahúsum í Reykjavík frá 1970—1979. í athug- un hans kemur m.a. fram að: Líkamsárásir og barsmíðar ollu 46% allra kjálkabrota hjá konum á þessum árum og á slíkt sér enga hlið- stæðu í öðrum löndum. Yfir 90% tilfella þar sem um andlitsbeinbrot var að ræða vegna barsmíða, var áfengi með í spilinu. Hvert stefnum við? Er þetta það veganesti sem við viljum gefa böm- um okkar inn í framtiðina? Heilög ritning segir, er hún talar um efstu tíma: „Og vegna þess aö lögleysi magnast, mun kœrleikur flestra kólna“ (Matteus 24:12). Biblían hvetur okkur til að keppa eftir kær- leikanum og ennfremur: ,,Gcetið þess, að enginn gjaldi neinum illt með illu, en keppið ávallt eftir hinu góða, bœði hver við annan og við alla aðra“( 1: Þess. 5:15). Betel, Vestmannaeyjum 1. maí síðastliðinn var haldinn al- mennur safnaðarfundur í Betel, Vestmannaeyjum og var Snorri Ósk- arsson kjörinn forstöðumaður safn- aðarins. Snorri er sonur hjónanna Óskars M. Gíslasonar og Kristínar J. Þorsteinsdóttur sem hafa verið með í hvítasunnusöfnuðinum frá unglings- árum. Snorri Óskarsson Á fundinum var einnig rætt um tekjur safnaðarins og kom fram að tíund gerði vart meira en að standa undir daglegum rekstri safnaðar- starfsins. Þó var ákveðið að greiða nýkjömum forstöðumanni hálf kennaralaun. Síðan þá hafa tíundar- greiðslur tvöfaldast og blessun Drottins fylgt með. í vetur var íbúðinni í safnaðarhús- inu breytt í samkomusal og þar verð- ur hægt að bjóða upp á margskonar starf fyrir söfnuðinn. Salurinn hefur þegar verið tekinn í notkun fyrir unglingastarf og safnaðarfundi.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.