Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 16
Matthías Ægisson: LeTtTn að orkTnnT Er leifarnar af „Örkinni hans Nóa“ að finna í hlíðum Araratsfjalls í ausíurhluta Tyrklands? Margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér í gegnum aldirnar og sýnist sitt hverjum. Þrátt fyrir að margsinnis hafi verið lagt á fjallið í þeim tilgangi að leysa þessa gátu, hefur enn ekki tekist að koma fram með nógu áþreifanlegar sannanir fyrir tilveru arkar- innar að sannfæra megi jafnvel hörðustu efasemdar- menn. Þó hefur ýmislegt komið fram sem hefur gefið þessum grun byr undir báða vœngi og verður hér reynt að tœpa á því helsta. Hvar „s(randaði“ örkin? í 1. Mósebók er greint frá því að örkin hafi numið staðar á Araratfjalli og er „strandið“ ekki staðsett nánar. í „Septuagint“, grískri þýðingu Gamla testa- mentisins, er „Ararat“ einfald- lega þýtt sem „Armenía." Hið forna mál Assýríumanna notar „Urartu" (Ararat) yfir landsvæði sem Armenía dagsins í dag telst hluti af og þar er sannarlega mjög hátt fjall (ca. 5.000 metrar) og snævi þakið — Ararat. Fyrstu skriflegu hcimildir Elst varðveittra heimilda þar sem getið er raunverulegrar stað- setningar arkarinnar, kemur frá Berossus, babýlonskum sagn- fræðingi sem uppi var á 3. öld fyrir Krist. Hann segir m.a. að hluti arkarinnar sé staðsettur á Araratfjalli og að fólk skrapi tjöru af fjölum hennar og noti sem verndargripi.1 Árið 1670 lagði hollenskur pílagrímur leið sína á fjallið í leit að örkinni hans Nóa. Hitti hann á leið sinni einsetumunk sem sagði honum að hann hafði búið í örk- inni.2 Árið 1896 kvaðst indíáni nokkur hafa klifið Araratfjall og í þriðju tilraun uppskorið árangur erfiðis síns er hann stóð and- spænis örkinni, þar sem hún lá í klettaskör, að hálfu hulin í snjó og ís. Margir voru þó til að bera 1) The People’s Almanac, bls. 732. 2) T.P.A., bls. 732. brigður á sannleiksgildi þessarar frásagnar.3 Þegar armeníumaðurinn George Hagopian var tíu ára fékk hann að fara með afa sínum í átta daga göngu upp að hinum „heilaga bát.“ Þar hjálpaði afi hans honum upp í farkostinn. Nú þegar Hagopian er kominn á ní- ræðis aldur, getur hann enn lýst bátnum í smáatriðum og kemur lýsing hans í öllum aðalatriðum heim og saman við lýsingu Biblí- unnar á örkinni hans Nóa.4 El- fred Lee hefur teiknað mynd eftir lýsingu gamla armeníumannsins og er hana að finna á þessari opnu. Síðla sumars 1916, á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar, flaug 3) T.P.A., bls. 732. 4) H.V., bls. 12.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.