Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 30
MflíMM® Missti af flugvél— Framhald afbls. 5 ist trausts verður, tók ég boði hans. Hann reyndist mér í alla staði vel og eftir á að hyggja finnst mér hann hafi verið eins og af Guði sendur mér til hjálp- ar. Daginn eftir mætti ég aftur í flugafgreiðsluna og nú kom ég tímanlega. Hjá BEA flugfélaginu var farþegum úthlutað sætum, ekki leist mér á blikuna þegar ég sá að mér var skipað í sæti nr. 13! Þcgar ég gekk um borð í flugvél- ina sá ég að í miðri flugvélinni var tveim sætaröðum fyrirkomið gegnt hvorri annarri, þannig að tólf sæti mynduðu eins konar hring. í þessum hring var sæti 13. Þarna var fyrir hópur af ungu fólki og ég heyrði að það talaði á íslensku. Ég tók cftir að þau báru barmmerki sem á stóð: JESÚS LIFIR. Ég gaf mig á tal við þau og komst að því að þetta voru ungmenni í Fíladelfíusöfnuðin- um í Reykjavík og voru að koma af kristilegu móti í Englandi. Þau vitnuðu fyrir mér og buðu mér að koma á unglingasam- komu næsta miðvikudag. Ég þáði boðið og það varð mér til mikillar blessunar. Upp frá því fór ég að sækja þessar unglinga- samkomur. Ég fékk náð til að iðrast synda minna og taka á móti Jesú i líf mitt á ný. Ég fékk að reyna fyrirgefningu hans og kærleika, hann varpaði syndum mínum í gleymskunnar haf. Þessi viðburðaríka atburða- rás hófst með því að lítill miði datt út úr Biblíunni minni. Ég velti því mikið fyrir mér hvernig hann hefði komist í Biblíuna, fyrst hélt ég að móðir mín hefði sett hann þar, en þegar heim kom komst ég að því að faðir minn hafði verið beðinn um að lesa ritningarorð við sjómanna- guðsþjónustu. Vegna þess hve letrið var smátt í Biblíunni, vél- ritaði hann textann og geymdi í bókinni. Þegar ég rifja þessa atburði upp sé ég það sem svar Guðs við bæn minni að ég missti af flug- vélinni, hitti þennan hjálpsama starfsmann sem útvegaði mér far með BEA og að mér var úthlutað sæti 13 hjá ungu trúuðu fólki. Mér finnst svo stórkostlegt að sjá hvernig Guð raðaði þessum at- vikum saman og gat notað það, sem mér fannst erfitt og neikvætt til blessunar í lífi mínu. Hann svaraði bæn minni út í æsar. í dag á ég frið við Guð. Hann hefur gefið mér trúaðan mann og tvö yndisleg börn. Ég er eins hamingjusöm og hægt er að vera. Ég vil hvetja þig, sem lesið hefur þennan vitnisburð minn, að fylgja Jesú Kristi og gefa líf þitt honum. Þú skalt biðja Guð að mæta þér og hjálpa og þú munt fá að reyna að hann svarar bæn. Biddu Guð að leiða þig til samfé- lags við lifandi trúað fólk, það er mjög mikilvægt. Biddu Guð að hjálpa þér að lesa Biblíuna og opna þér hana, lestu Guðs orð. Þú munt fá að reyna hið stór- kostlega, að Guð heyrir hæn. Guðfinna Helgadóttir Leitin aðörkinni — Framhaldafbls. 18 og bíða spenntir eftir því að sannleikurinn um örkina megi opinberast og verða þannig Guði til dýrðar og sköpun hans til frelsis og vegsemdar. Leitin heldur áfram. James Irwin, geimfarinn heimskunni, hefur nýverið gert tvær mis- heppnaðar tilraunir til að leysa gátuna um afdrif arkarinnar. En hann er ákveðinn í að reyna í þriðja sinn. E.t.v. tekst honum þá að finna óyggjandi sannanir fyrir tilveru hennar. Þangað til liggur leyndardómur arkarinnar graf- inn í hlíðum Araratsfjalls. M.Æ. Heimildir: Doomsday 1999: C. Berlitz, bls. 184; 190. Hemmets Van: 2.84, bls. 12. Livets Gang: 2.84, bls. 13. The People’s Almanac, bls. 731—733. AFTURELDING 51. árgangur 2. tbl. 1984 Útgefandi: Blaða-og bókaútgáfan, Hátúni 2, 105 Reykjavík. Sími 91-20735/25155 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason Blaðamaður: Matthías Ægisson. Setning og prentun: Prentstofa G Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og heimilisfongum til skrifstofunnar. Árgjaldið er 350 krónur. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að AFTURELDINGU Nafn ----------------------------- Heimili -----------------------— Póstnr. ----------------Póststöð - Hönnun forsiðuleturs: Guðjón Hafliöason Forsiðumynd: Gisli Óskarsson.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.