Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 6
Guð
blessaði
starfið
Á afmœlisári Aftureld-
ingar er við hcefi að líta um
öxl og rifja upp minningar
úr sögu blaðsins. Af núlif-
andi samferðarmönnum
okkar á vegferð lífsgöng-
unnar er ein manneskja
nátengdari sögu Aftureld-
ingar en nokkur önnur.
— Ásmundur minn starfaði
við blaðið alveg frá byrjun. Eric
Ericson átti hugmyndina að
stofnun blaðsins, en Ásmundur
lagði til nafnið og skrifaði í blað-
ið alveg frá fyrstu tíð, hann sendi
greinar, heila greinaflokka til
Ericsons.
Fyrstu árin var blaðið gefið út
í Vestmannaeyjum, þar bjó Eric-
son, en við Ásmundur vorum í
trúboðinu norðanlands. Við gift-
um okkur í lok ársins 1932 og
næstu árin störfuðum við mest
fyrir norðan, á svæðinu frá Siglu-
firði til ísafjarðar. Að sumrinu
vorum við í fæðingarsveit Ás-
mundar, Fljótum, þar áttum við
heimili á tveim bæjum, á Reykj-
arhóli og í Neskoti. Þess utan átt-
um við góða að sem opnuðu
heimili sín fyrir okkur, bæði á
Akureyri, á Siglufirði og víðar.
Það er Þórhildur Jóhann-
esdóttir, eftirlifandi eigin-
kona Ásmundar heitins
Eiríkssonar, forstöðu-
manns og ritstjóra og ann-
ars helstu frumkvöð/a
blaðsins. Þau Þórhildur
áttu mörg sporin saman
vegna Aftureldingar og
Við ferðuðumst mikið og mest
með strandferðarskipum, mér
finnst nú að það hafi næstum
alltaf verið í óveðri. Á litlum
döllum og við vorum ógurlega
sjóveik. Við fórum í land á við-
komustöðum, seldum í hverri
höfn. Við héldum samkomur
þar sem því varð viðkomið og
auglýstum þá samkomurnar um
leið og við buðum blaðið. Oft
kom fjöldi manns á þessar sam-
komur. Við sungum og svo
prédikaÁi Ásmundur, við vorum
bara tvö og ekkert hljóðfæri, það
var ekki upp á neitt meira að
bjóða, en sálir frelsuðust, alstað-
ar frelsuðust sálir. Ásmundur gat
ekki lifað nema hann sæi sálir
frelsast. Hann var alveg upptek-
inn af því að vinna sálir nætur og
daga.
Áhuginn var mikill að koma
l>órhildur Jóhanncsdóttir
heimili þeirra var ritstjórn-
arskrifstofa b/aðsins um
árabil.
Við báðum Þórhildi að
rifja upp nokkrar minning-
ar tengdar Aftureldingu og
þá fyrst hvenœr Ásmundur
hóf að starfa að blaðinu.
blaðinu út. Einu sinni vorum við
nærri orðin strandaglópar í
Dýrafirði, það lá við að yrði að
draga okkur út í skipið! Fólkið
var hlýlegt og tók okkur vel.
Seinna fórum við í trúboðs-
ferðir með hópum. Sumarið
1944 fórum við í afskaplega
skemmtilegan leiðangur um
Austfirði. Það er mjög minnis-
stætt ferðalag. Við komum á
Seyðisfjörð, Norðfjörð, Eskifjörð
og víðar. í förinni voru auk okk-
ar Ásmundar, þau Sigurmundur
Einarsson og Guðný dóttir hans,
síðar kona Einars J. Gíslasonar,
Sigurður Pétursson, Jóhann
Pálsson og Hulda Sigurbjöms-
dóttir.
Við seldum blöð og bækur og
héldum margar samkomur, sem
Ásmundur leiddi oftast. Svo
vitnuðum við öll og Ásmundur