Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 4
Viktor Klim Enn í dag streymirfólk að tilþess að hlusta á finnska kósakka-söngvarann Viktor Klimenko. En það eru ekki lengur leikhús ogpopphljómleikastaðir sem safnast er saman í. Nú verður fólk að fara til kirkju eða í bœnahús til þess að hlusta á hann. Jafnvelþótt allt hafi orðið nýtt í lífi Klimenkos hefur hann sama aðdráttarafl á fólkið. Það eru sjö ár síðan Klimenko gekk fram ogsagðist vera orðinn sannkristinn. Það verkaði eins ogsprengja og margir héldu að þetta vœri einungis „blöff'. En á bak við ákvörðunina var mikið andlegt stríð. En nú kemur Klimenkofram, ogsegirað hið gamla sé liðið og allt orðið nýtt. í tuttugu ár lýsti Viktor Klim- enko sem stjarna á popphimnin- um. Það heyrðist dynjandi lófa- klapp frá áheyrendum og hann sást á sjónvarpsskerminum í mörgum löndum, snilli hans varð augljós á stærstu leiksvið- um heimsins. Eins og sprengja kom kall Guðs til hans, og þessi framgangsríki og stolti listamað- ur reis upp úr rústum lífs síns sem nýr maður. í dag segir Klimenko frá því að hann hafi aldrei iðrast þess svara kalli Guðs játandi. Hann er uppteknari en nokkru sinni fyrr. Boð til samkomuhalda streyma stöðugt til hans. Hann er líka mjög upptekinn í kristnu útvarpi og sjónvarpi og ferðast stöðugt á vegum IBRA og TV- Inter. — Ég gleðst yfir því að við skulum taka þátt í sjónvarpsút- sendingum á Norðurlöndum, segir hann. — Við verðum að boða það hvað Jesú er þýðingarmikill. Viktor Klimenko býr í rað- húsi, ekki langt frá Helsingfors. Staðurinn heitir Tromsö, hér hefur hann búið s.l. tíu ár ásamt konu sinni Iris, flugfreyju hjá Finnair, og drengjunum Tavas, 12 ára og Todor, 10 ára. Viktor Klimenko kann vel við sig með gítarinn. Það var hljóð- færið, sem hann notaði í upphafi ferils síns á táningsárunum, og ferðaðist vítt og breitt með eigin hljómsveit um Finnland. Svo hóf hann að syngja hina sér- stæðu kósakkasöngva frá Rúss- landi. Hann varð framarlega í túlkun þeirra. Tími hans við Ríkisleikhúsið í Helsingfors og sá árangur er hann náði, meðal annars í söngleiknum „Stöðvið heiminn“ var mjög rómaður. Áhuga Klimenkos á kósakka- tónlist má rekja til þess að hann er fæddur í Úkraínu, nálægt Svetnavalka. Þegar hann var þriggja ára fluttu foreldrar hans til Finnlands. — Frá jólum 1979 leið mér mánuðum saman líkt og ég væri í jarðgöngum. Mér fannst eins og ég lifði í svörtu endalausu rúmi. Bylgjur þunglyndis skullu yfir mig, og mér fannst ég vera að missa vitið. Góður vinur minn, sálfræðingur, fann ekkert at- hugavert við mig eftir ítarlega rannsókn. Ég trúi því að það hafi verið Guð sem kallaði á mig, segirViktorídag. — Ég hringdi til pabba, og sagði að ég yrði að fá fyrirbæn. Við fórum saman til hvíta- sunnupredíkara sem bað fyrir mér. Það var ekki tilfinningalega mikil upplifun, en ég hafði tekið ákvörðun. Héðan í frá vildi ég lifa fyrir Jesú. — Þessi ákvörðun til aftur- hvarfs leiddi hugann að framtíð minni. Það að hætta í leikhúsinu

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.