Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 13
Cliff Richard og Suður-Afríka Suður-Afríka er mikið ífréttum vegna vaxandi innanlandsátaka og aukinna refsiaðgerða. Þetta á rcetur að rekja til kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. A liðnu hausti birtist „svartur“ listi yfir listamenn, sem drýgt höfðu þann óskunda að skemmta suður-afrískum áheyrendum. Sjálfar Sameinuðu þjóðirnar lögðu að stofnunum og áheyrendum að hundsa þá á „svarta“ listanum. Mörgum fannst hérfarið offari og vissulega er það spurning hvort kristið fólk getur hlýtt slíkum ráðum. Einkum þegar um er að rceða þá, sem standa í boðunarstarfi, predíkara, söngvara ogaðra. Efeitthvað leysir vanda Suður-Afríku, þá er það kristileg trúarvakning, semflytur með sér bróðurkœrleika og trú á þann Guð, sem ekki fer í manngreinarálit. Cliff Richard var einn þeirra sem settur var á bannlistann frcega. Af því tilefni sendi hannfrá sér eftirfarandi greinargerð og hún átti m.a. þátt í því að hann var tekinn af listanum. Aftureldingu þykir viðeigandi að birta greinagerð Cliffs, hún gefur innsýn í vanda Suður-Afríku. „Staðreyndir varðandi ferðir mínar til Suður-Afríku og til- finningar til landsins. Á síðastliðnum tíu árum hef ég heimsótt Suður-Afríku sex eða sjö sinnum. Allar ferðirnar, að einni undantekinni (hefð- bundin hljómleikaferð fyrir sex árum), hafa verið farnar til að halda trúboðssamkomur eða fjáröflunarhljómleika vegna hjálparstarfs í þorpum svertinga og dreifbýli Afríku. Nýlega var veitt framlag úr líknarsjóði mín- um til að byggja gistihús fyrir námsmenn í Soweto. Samkomu- og hljómleikagestir hafa ævin- lega verið jafnt úr hópi svartra og hvítra, án alls aðskilnaðar. Það gerðist einu sinni í hljóm- leikaferðinni fyrir sex árum, að aðgangur var skilyrtur við hvíta áheyrendur. Ég krafðist þess að hljómleikarnir féllu niður og vakti það athygli fjölmiðla um allan heim. Andstaða mín við aðskilnað- arstefnuna er líklega engu minni en hreyfingarinnar, sem berst gegn aðskilnaðarstefnunni. En aðferð mín við að fást við vanda- málið er í grundvallaratriðum önnur. Það er sannfæring mín að áhrifamesta aðferðin til að breyta skoðunum og persónum, sé sönn iðkun kristinnar trúar. Ég finn mig því knúinn til að uppörva, útskýra og miðla þess- um kristna umbreytingarkrafti á sem áhrifamestan hátt af söng- sviðinu og við önnur tækifæri, sem ég trúi að mér séu af Guði gefin. Frá þessum sjónarhóli er Suður-Afríka augljóslega slíkur vettvangur, þar sem róttæk breyting mannshjartna verður að eiga sér stað, ef stefnur og af- staða á að breytast og lækning og sáttfýsi að koma til. Af því leiðir að ég get ekki gengist undir að það sé rétt af mér að draga mig til báka, þaðan sem ég, amk. um þessar mundir, hef kristileg áhrif og hlustað erá mig. Fyrir nokkru síðan ákvað ég að Suður-Afríka fengi ekki að njóta mín sem skemmtikraftar, en ég get ekki lofað hreyfingu Sameinuðu þjóðanna, sem berst gegn kynþáttaaðskilnaði, að ég skuli ekki heimsækja landið framar sem trúboði og málsvari kristindóms. Ég styð heilshugar efnahagslegar aðgerðir; en vin- samlegast væntið þess ekki að ég styðji andlegt hafnbann. Verið þess fullviss að ég virði skoðanir og áhyggjuefni þeirra sem leitast við að afnema órétt- lætið í Suður-Afríku. Ég mælist til þess að þeir sem mótmæla virði um leið frelsi mitt, hug minn og rétt til að ákveða hvers konar aðgerðir mér finnast betur viðeigandi og árangursríkari.“ Cliff Richard

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.