Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 26
„Allt í einu hvarf sárs-
aukinn og ég tók aö ganga
um ístofunni".
Tolik frá Krasnodar í
Sovétríkjunum fékk aö
reyna hvernig Guð lœknaöi
hann á svipstundu. Hann
hqfnaði stórslasaður á
sjúkrahúsi eftir bifhjólaslys
og átti sér enga lífsvon,
nema þá sem örkumlaöur
œvilangt. En Guö hafði
annaö í hyggju meö hann.
Þelta er vitnisburöur um
undraverk Guðs í Sovét-
ríkjunum.
Sumarið 1978 lenti Tolik, frá
borginni Krasnodar í Sovétríkj-
unum, í miklu bifhjólaslysi.
Hann gat ekki stöðvað hjólið í
úrhcllisrigningu og skall á rútu-
bíl.
„Ég lenti undir rútunni og það
virtist sem ég hefði kramist í
sundur. Mér varð ljóst að hinsta
stund mín var upp runnin. Þegar
ég bað til Guðs sá ég að ég hafði
ekki afkastað neinu gegnum Iíf-
ið. Ég hafði verið réttur og slétt-
ur baptisti, látið skírast en ekki
unnið neitt nytsamlegt, hvorki
fyrir mína nánustu, né Drottin",
SegirTolik.
Andspænis dauðanum bað
hann um fullvissu um að Drott-
in tæki á móti sér. „Þá sá ég sýn.
Mitt í skúrum og hagléli, þegar
glitti til sólar milli dimmra
skýjabakka, leit ég himininn gal-
opinn og alla þá þar inni sem
lofsungu Guði“. Þá skyldi Tolik
að það, sem Biblían talar um, er
sannleikur og að Drottinn hafði
tekið á móti honum.
Stórslasaður
Tolik var fluttur á sjúkrahús,
þar sem læknar skoðuðu hann.
Þeir gátu sannreynt að hann var
fótbrotinn, mjaðmarbein sund-
urknúsað og að hann hafði slas-
ast illa innvortis.