Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 5
L þýddi að ég hefði ekki fjárhags- legt öryggi, en ég las um læri- sveinana. Þeir fylgdu Jesú, og þá skorti aldrei neitt. Ég veit líka að faðir minn tók djarfa ákvörðun þegar hann yfirgaf Rússland ásamt fjölskyldunni. Viktor hefur fengið að reyna að hann er lærisveinn, og það er séð fyrir honum. Á annan dag páska 1980 gaf hann Jesú líf sitt. Eftir stutta dvöl í Biblíuskóla fór Viktor að boða fagnaðarer- indið með söng. Hann biður áheyrendur um að klappa sér ekki lof í lófa, hann syngi ekki til þess að upphefja sjálfan sig, heldur Guð. Hann er snortinn af alvöru þess tíma sem við lifum á, og hvetur fólk til að leita Guðs. Finnski kósakkasöngvarinn Viktor Klimenko sneri dæminu við. Sex ár eru liðin og þjónusta hans verður sífellt umfangs- meiri. Plöturnarsem hann hefur gert með kristilegum söngvum hafa selst mikið, hlotið gullverð- laun. í apríl ’85 fór Klimenko ásamt hljóðstjóra og upptöku- stjóra til Jerúsalem að vinna að nýrri hljómplötu. Lögin á plöt- unni eru llest ísraelsk, og naut hann aðstoðar þarlendra söngvara og hljómlistarmanna. Viktor Klimenko túlkar söng kósakkanna, og sló í gegn, en þegar Jesús Kristur varð efnivið- urinn í söng hans, varð söng- gleðin fullkomin. Von er á Viktori Klimenko íslands í náinni framtíð. Þýtl úr norskit GL til

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.