Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 11
rakblöðin. Þetta var prófsteinn á einlægni mína. Ég fór niður í Söluturn og hitti Þorlák einan. Sagðist ég þurfa að tala við hann í einrúmi. Hann var háttvís og kurteis og bauð mér á bakvið. Ég var ósköp óburðugur og grátandi sagði ég sögu mína. Gat ég félaga minna í engu en bað hann fyrirgefningar og bauð honum borgun. Bless- aður Þorlákur lell um háls mér, kyssti mig og faðmaði. Hann fyr- irgaf mér allt og þáði engar bæt- ur. Grét hann líka og innsiglaðist þarna vinskapur okkar, sem stóð svo lengi sem báðir lifðu. Mikið var ég léttur í spori þeg- ar ég kom frá Þorláki. Mér fannst þetta sigur sem færði nrig nær ljósinu og fjær myrkrinu. Leiðandi bræður í söfnuðinu ráðlögðu mér að Iáta skírast næsta sunnudag, sem bar upp á 26. nóvember. Ég bar traust til þeirra og samþykkti að ganga til biblíulegrar niðurdýfingarskírn- ar. Það er reginmunur á því að ganga sjálfur eftir eigin trú til skírnar, eða láta bera sig ómálga til ádreifingará enni. Skírnarsystir mín var Elísabet Guðjónsdóttir frá Skaftafelli og Arnulf Kyvik, norsk-amerískur trúboði frá Brooklyn, skírði okk- ur. Það var hreinviðri og kalt þennan dag. Man ég enn að hár- ið fraus á höfði mér á heimleið- inni. Arnulf Kyvik fæddist í Noregi en lluttist ungur til Ameríku. Kynntist hann norskfæddri konu sinni Magnhild þar vestra. Þau endurfæddust bæði og gengu í Salem Gospel Taber- nacle-söfnuðinn í Brooklyn. Kyvik varð öldungur í söfnuðin- um, forstöðumaður lengst af var Abner Dahl. Þeim hjónunum leið vel í Brooklyn og áttu orðið ijóra drengi. Kyvik var safnvörð- ur í stóru bókasafni og lifði ör- uggu lífi. Hann var rnikill bæna- maður og oft biðjandi í Anda. Einu sinni brá hann sér afsíðis á bókasafninu og fór að biðja. Stóð hann við hnattlíkan og renndi hendinni yfir líkanið um leið og hann bað. Allt í einu nemur hann að Drottinn talar til hans, Kyvik lítur upp og sér að fingur- inn er við Vestfjarðakjálkann á íslandi. Fann hann köllun Drottins til að fara þangað. Ky- vik tók sig upp með fjölskyldu sína og yfirgaf gæði Ameríku. Komu þau til Vestmannaeyja vorið 1939. Fæddist þar yngsti sonur þeirra hjóna, Vilhjálmur Haraldsson. Hann fæddist í Betel eins og Daníel Jónasson Jakobs- sonar og Guðni sonur minn. Eftir nokkurra ára veru í Eyj- um flutti Kyvik vestur í Hnífsdal og lagði grundvöll að því starfi, sem Hvítasunnumenn hafa á Vestfjörðum. Lœkningfyrir bœn Einar afi minn varð áttatíu og sjö ára þennan dag og hélt upp á afmælið nteð því að borða hangikjöt. Helst vildi hann elda það sjálfurog hafa snöggsoðið. Ég gat því rniður ekki lagt mér slíkt góðgæti til munns. Ungur var ég nreð magakvilla, sem síð- ar meir varð að magasári og kostaði mig sex vikna sjúkrahús- dvöl þegar ég var rétt sextán ára. Naut ég aðstoðar góðra lækna, sem útveguðu mér ágætis lyf við þessu. Ég varð að gæta mjög að mataræðinu og um árabil var helsti kostur minn soðinn ýsu- sporður og soðin gulrófa. Þetta kostaði aukaumstang í heimilis- haldinu og oft þótti mér erfitt að setjast til borðs nteð ýsusporð- inn, þegar aðrir gæddu sér á Inger, Signe og Eric Ericsson. kræsingum. Til að bæta upp til- breytingarlaust mataræði, lagði Einar Guttormsson læknir fyrir mig að drekka daglega pela af rjóma. Ekkert mjólkurbú var í Eyjum og þessi dýrindisfæða því vandfengin. Þórunn Snorradótt- ir í Hlíð, elskuleg kona, hljóp í skarðið og útvegaði rjómann. Naut ég velvildar hennar meðan á þessu mataræði stóð. Eins og fyrr er getið tíðkuðust vöruskipti milli heimilisins á Arnarhóli og sveitarheimila. Kristján Magnússon í Drangs- hlíð undir Eyjaljöllum, hafði vöruskipti við pabba að gömlunr og góðum sið. Kristján reri á útvegi hans í átta ár. Fékk Kristján fisk til heimilis síns en pabbi vanalega ær, sem hann hafði geldar og setti í Ystaklett. Þessar kindur urðu akfeitar og þótti það eftirsóknar- vert, því þá fékkst mikil tólg sem viðbit með fiskinum. Einu sinni brást vaninn og fékk pabbi lambhrút. Var hann hafður inni um veturinn og sett- ur svo í Ystaklett. Segir ekki af Frh. á bls. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.