Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 15
Lewi Pethrus b\ ,,Framgangur í andlegu starfi er ekki fólginn íþví að söfnuðurinn hafi góðan predíkara, góðan söngkór, fallega kirkju og stórar fórnir. Hœgt er að hafa allt þetta, en ekki sigur. Það er ekki á þessum grundvel/i sem sigur vinnst gegn andaverunum er standa í móti“ skrifaði Lewi Pethrus árið 1951. Bœnin er miðpnnkturinn. EJ við reynum skírn Andans, tölum tungum, leggjum út tung- ur ogjlytjum spádóma og lœkn- um sjúka Jyrir bœn, þá skulum við minnast þess að þetta er ekki miðpunkturinn i andlegu starfi. Það getur aldrei orðið svo. Held- ur er hið þýðingarmesta, sem postularnir orðuðu svo: Bamin og orðið. Þetta getur litið einkennilega út, að þessi tvö orð: Bænin og orðið, séu miðpunktar í andlegu starfi. Við sjáum þetta í Ritning- unni, við rannsókn hennar. Hvernig braust vakningin fram í frumkristninni? Beint svar við bæn! Rétt eftir tíu daga bænaþjónustu kom þetta vor- flóð. Postulasagan greinir frá bænasamkomum, bænastund- um. Allur söfnuðurinn bað. Fangavistir postulanna stopp- uðu ekki bænalíf safnaðarins. Haldið var áfram bænalífinu óaflátlega. Ef við lesum bréf Nýja-testamentisins, þá er þráð- urinn áfram bænin. „Svo áminni ég yður umjram allt, að biðja, ákalla og þakka Guði fyrir alla menn. Fyrir konungum og þeim er hátt eru settir, svo við Jáum lij- að i allri Guðhrœðslu. Slikt er velþóknanlegt Jrammi Jyrir Guði. “ Hér skrifar postulinn um vakningu, sem kemur af al- mennri bæn. Því Guð elskar alla menn og vill að þeir frelsist og komist til þekkingar á sannleik- anum. Umfram allt erum við hvött til bæna. Takið eftir, um- fram allt. Við verðum að gera okkur ljósa þýðingu bænarinnar fyrir andlegt starf og líf. Því mið- ur er þetta hulið mörgum, því leggja þeir sig ekki fram, og eru ekki biðjendur. Sigrar í Guðsríki byggjast á bæn. Það sem ber uppi verk Drottins og heldur því lifandi er bæn og aftur bæn. Ut- haldandi bæn í stöðugleika er sigurkrafturinn í söfnuði Guðs. Þegar ég hóf störf mín í Stokk- hólmi, stóð svo á að ég átti útslit- in föt. Gjaldkeri safnaðarinns var klæðskeri. Ég fór til hans og bað hann um að sauma á mig föt. „Ég þarf tvennar buxur, því þær slitna alltaf á hnjánum. Ef til vill ætti ég að kaupa mér gólf- mottu, og spara þannig slit á buxunum, þegar ég bið“. Svar klæðskerans varð mér ógleym- anlegt. „Bróðir Pethrus, haltu áfram að slíta út buxunum þín- um á hnjánum. Ég skal sjá um að þér verði skaffaðar buxur". Sá sem slítur út fötunum sínum í bæninni, á eitthvað af gleði, hamingju og blessun, sem er ofar öllum jarðneskum verðmætum. Þýtt úr Evangelii Hárold. - EJG Enginn fær minna af sannri ánægju, en sá, sem aðeins lifir fyrir ánægjuna.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.