Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 21
Viðtal við Yngva R. Yngvason flugnema — Svona flugvél væri hægt að nota mest allt árið. Auðvitað mundi maður ekki stefna í tví- sýnu, ef veðurútlit væri slæmt. En það væri tilvalið að nota svona farartæki til að taka ákveðna landshluta yfir helgi eða nokkurra daga tíma. Ég nefni sem dæmi Vestfirði, Norð- urland og Austurland. Einnig gerði þetta kleift að fara í dags- ferðir frá Reykjavík til nærri hvaða staðar sem er á íslandi. Þannig gætu t.d. heimsóknir er- lendra manna komið miklu fleiri að notum en nú er. — Mörgum finnst þetta ef til vill draumkennd bjartsýni, en ég vil benda á að Guð hefur gefið okkur tæknina í hendur til að út- breiða guðsríkið. Nú er mikið talað um sjónvarpið og gervi- hnettina, útvarp og aðra íjöl- miðla. Það kostarallt mikla pen- inga en samt viljum við nota það. Flugvél kostar líka peninga, og hún hjálpar okkur til að hafa lifandi samband við fólk. Kom- ast í snertingu við fólkið, sem hefur vaknað til trúar fyrir til- stilli Qölmiðlanna, og vill kom- ast í samband við aðra trúaða. Hverniger með kostnaðinn? — Aðalkostnaðurinn við flugvélina er í upphafi, það er að kaupa vél. Síðan yrði auðvelt að ráða við reksturskostnaðinn. Ég trúi ekki öðru en að þeir sem nytu þjónustu svona vélar vildu leggja málinu lið. Nú er rekst- urskostnaður á klukkustund fyr- ir fjögurra sæta flugvél um fimmtánhundruð krónur á flug- stund. Þar fyrir utan koma trygg- ingar á ilugvél og þeim sem í hennieru. — Ég er þegar byrjaður að safna. Ef einhverjir vilja standa með mér þá er hægt að leggja inn á hlaupareikning 722 í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2 b, Reykjavík. Viltu segja okkurfrá efti rm inn ilegri jlugferð? — Já, ég lagði af stað frá Reykjavík í blæjalogni og flaug vestur að Rifi á Snæfellsnesi. Þegar ég kom yfir mynni Hval- fjarðar sá ég að farið var að hvessa og öldutopparnir orðnir hvítir. Ég hélt áfram og flaug fyr- ir sunnan nesið. Norðanáttin var orðin býsna sterk og ókyrrt í loft- inu. Þegar ég flaug yfir Fróðár- heiði var orðið svo lágskýjað að ég rétt slapp yfir. Svo lenti ég á flugvellinum á Rifi og stoppaði smástund. Vindinn herti óðum og þegar ég lagði af stað heim á leið voru komnir þrjátíu hnútar, sem er algjört hámark undir þessum kringumstæðum. Ekki var um annað að ræða en drífa sig af stað. Ég ætlaði að fara sömu leið til baka, en þá var ófært að fljúga yfir Fróðárheið- I ina því skýin voru lögst alveg niður. Þá ákvað ég að fljúga norður fyrir Snæfellsnesið til að sleppa við ókyrrðina sem fjöllin og norðanáttin ollu sunnan við nesið. Þegar ég var kominn svo- lítið áleiðis mætti mér þoku- veggur og ekki annað að gera en snúa við. Ég flaug fyrir Snæfells- jökul og varð að fara sömu leið til baka. Þá var ókyrrðin orðin slík að mér stóð ekki á sama. Flugvélin hentist til og frá, upp og niður. Það hrikti heldurbetur í og ég var stundum hræddur um að eitthvað bilaði. Þessi ólæti stóðu yfir í tæpan hálftíma. Loks kom ég aftur til Reykjavíkur og lenti þar í logni og blíðu. Ég hef aldrei verið eins feginn á ævinni og þegar ég hafði fast land undir fótum eftir þessa flugferð. — Ég vil þó taka fram, vegna væntanlegra trúboðsflugferða, að þessi ferð var algjör undan- tekning. Venjulega er þetta eins og að sitja í þægilegum bíl, sem brunar fyrirhafnarlítið á áfanga- stað.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.