Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 6
Vöxtur ívakningunni! — miklar framkvæmdir meðal fríkirkna Undanfarið hefur verið óvenju mikil gróska í fríkirkju- og leikmannastarfi á íslandi, ef dœma má af veraldlegum fram- kvœmdum. Ber þetta vott um hrœringar, sem ekki eiga sinn líka hérlendis. Nýlega hafa verið tekin í notkun fjögur ný safnaðarhús/- safnaðarheimili, þar afþrjú utan Reykjavíkur, Samhjálp hefur fcert út kvíarnar, kristileg útvarpsstöð hafið göngu sína ogsjón- varpsstarf í samvinnu nokkurra aðila komið á rekspöl. Auk þess eru framkvæmdir við bihlíuskóla á lokastigi. Hvítasunnukirkjan á Akur- eyri. Rétt fyrir jólin 1985 flutti Hvítasunnusöfnuðurinn á Akur- eyri starfsemi sína í nýbyggingu safnaðarins við Skarðshlíð 20. Þá hafði söfnuðurinn verið til heimilis í Fíladelfíu, Lundargötu 12, fráárinu 1951. Húsið, sem nú hefur verið reist, er fyrri álangi fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni við Skarðs- hlíð. Þessi kirkja er sérstök að því leyti að hluta hennar á að nýta sem leikskóla. Búið er að reisa 400 fermetra hús og er tæp- ur fjórðungur þess notaður fyrir safnaðarstarfið en hitt fyrir tveggja deilda leikskóla, þar sem alls 68 börn fá vistun. Sá hluti hússins, sem söfnuð- urinn notar fyrir starfsemi sína, rúmar samkomusal l'yrir um 80 manns. Auk þess hefur forstöðu- maðurskrifstofu í húsinu. Leikskólinn verður opnaður næsta haust. Eldhús og snyrti- aðstaða verður nýtt sameiginlega fyrir safnaðarstarfið og leikskól- ann. Krossinn, Kópavogi. Hinn 10. ágúst sl. vígði Krossinn sam- komuhús í Kópavogi. Hér er um að ræða tveggja hæða hús, áður iðnaðarhúsnæði, sem alls er 750 fermetrar að gólf'flatarmáli. Á efri hæð hússins er samkomusal- ur, skrifstofa forstöðumanns, snyrtiherbergi og barnagæsla. Á neðri hæð eru skrifstofur, sumar leigðar til óskyldra aðila. í bígerð er m.a. að setja upp hljóðver í Hús Krossins

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.