Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 10
wmmm A samkomu í Betel Fyrir tuttugu árum fóru Jökull Jakobsson rithöfund- ur og Baltasar Samper myndlistarmaður til Vest- mannaeyja og geröu bókina „Suðaustan 14". Meðal annars fóru þeir í Betel og hittu á 40 ára afmælissam- komu safnaðarins, fer hér á eftir bókarkafli bar sem greint er frá Betelferðinni. í kvöld fór ég á samkomu í Betel. í staðinn fyrir Alec Guinness og Dirk Bogarde i einhverri sjóræningjamynd. Auðvitað fór tannlæknirinn með mér, við erum báðir leitandi sálir. Út um dyrnar hljómaði glaðlegur söngur, þetta var enginn þjóð- kirkjusönglandi: Ég þeirri stundu aldrei aldrei gleymi, er afbrot mín og þrjósku fyrst ég sá. Hve angurvært var þá mitt þreytta hjarta! Hve þung var byröin sem mér hvildi á. Við læddumst inn á aftasta bekk og létum fara litið fyrir \ okkur. Þarna var sungið af hjartans lyst, þetta var aug- sýnilega fólk sem gladdist i guði en óttaðist hann ekki. Það kom í Ijós að hér var engin venjuleg samkoma á ferðinni. Betelsöfnuðurinn átti sumsé 40 ára afmæli, sá fyrsti sinnar tegundar á íslandi, stofnaður af tveimur Skandin- övum. Og þarna var kominn sjálfur æðsti prestur safnaðar- ins alla leið að sunnan meö fríðu föruneyti, Ásmundur Ei- ríksson. Einar Gislason er formaður safnaðarins hér i Eyjum, ég á eftir að segja fleira frá Einari, hann er sérstakur maður og engum likur. Hann er verkstjóri á dýpkunarskipinu og bauð okkur Baltasar í kaffi ofan í lúk- ar hér um sumariö, þá lá skipið í slipp og angaði af biki, þeir voru að gera það klárt. Og Ein- ar er ábyrgur fyrir öllum gúmmíbjörgunarbátum báta- flotans í Eyjum. Hann hefur verkstæði þar sem hann skoð- ar þá og mælir og sér um að þeir séu í lagi. Svo predíkar hann guðs orð og veitir söfn- uðinum forstöðu, hann er ekki hempuskrýddur preláti í for- gylltri dómkirkju, hann messar ekki yfir orðum prýddum höfð- ingjum og stássfrúm í minka- pelsi; kuflinn hans er sjóara- peysa og guðsorðið mengað seltu sjávarins og tjörunni úr slippnum, gamlar konur á peysufötum og filefldir sjó- menn með Biblíu milli hand- anna hlusta á útleggingar Ein- ars, þarna eru líka ungar mæð- ur með kornaböm. Kannski var þetta svona við Genesaretvatn i den-tíð, áður en biskupar létu gera sér mítur og fóru að blessa atómbombur. Einar hallar sér makindalega fram á ræðupúltið sem merkt er Jesú Kristi og segir okkur frá upphafsárum safnaðarins. Hann minnist líka á mormón- ana sem á sinum tíma varð mikið ágengt i Vestmannaeyj- um. Þá tóku trú allir helstu skipstjórar hér i plássinu og hreppstjórinn líka og þingmað- urinn. Það riðaði til falls.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.