Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 30
MMIÍffi Fornleifafundir í Landinu helga Nýir fornleifafundir eru aö varpa Ijósi á atburði í Gamla og Nýja testamentinu, og auka áhuga á uppgreftri. Þrátt fyrir bardaga, stjórn- málasamsæri og trúarbragða- deilur flykkjast fornleifafræðing- ar til Landsins helga og eru að uppgötva mikilvægar og óvænt- ar staðreyndir og vísbendingar varðandi atburði sem sagt er frá í Biblíunni. Eftirfarandi uppgötvanir eru helstar: Staðurinn sem gyðingar telja helgastan; musterið horfna sem Salómon konungur í Jerúsal- em byggði fyrir næstum 3.000 árum. Sannanir fyrir för ísraels- manna f'rá Egyptalandi til Fyrir- heitna landsins, og ný túlkun á 4.000 ára gömlum rústum hinnar fornu Jeríkóborgar. Húsið í Kapemaum í Galileu þar sem sagt er að Pétur postuli hafi búið og að Jesús hafi gert kraftaverk. Uppgötvanir sem þessar hafa vakið gífurlegan áhuga bæði al- mennings og fræðimanna á forn- leifafræði Biblíunnar. Leiðsögu- menn hjálpa ferðamönnum að rannsaka forn stræti, sjávarhella og eyðimerkurhauga, af hverjum eru til svo margar eftirlíkingar frá tímum konunga og spá- manna Biblíunnar. Á meðan eru fræðimenn að safna fé til þess að hefja uppgröft að nýju eða bjarga eldri upp- greftri frá skemmdarverkum og veðrun. Margir vísindamenn eru að safna sjálfboðaliðum til að graí'a, sem fá vinnu sína metna til náms. Nýjasta uppgötvunin eru rúst- ir 27 feta altars, sem fornleifa- fræðingarnir segja að Jósúa gæti hafa byggt. Hann varð leiðtogi ísraelsmanna á eftir Móse og sigraði Jeríkó, eftir því sem segir í Biblíunni. Hin 3.100 ára gamla bygging — á toppi fjallsins Ebal nálægt borginni Nablus á Vest- urbakkanum — ber merki kindabeina og hugsanlega blóðbletta frá dýrafórnum.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.