Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 7
í þessu húsi keypti Vegurinn tvær efstu hæöirnar. L húsinu. Krossinn var áður til húsa að Álfhólsvegi 32, þar stendur til að hafa starf til hjálp- ar fíkniefnaneytendum. Vegurinn, Reykjavík. Hinn 14. desembersl. vígði Vegurinn í Reykjavík húsnæði sem samfé- lagið hefur keypt. Húsnæðið er um 450 fermetrar á 2. og 3. hæð nýbyggingar að Þarabakka 3. Á efri hæðinni er samkomusalur fyrir rúmlega 200 manns. Á neðri hæðinni eru skrifstofur og kennslustofur, aðstaða fyrir barna- og unglingastarf, útgáfu- starf og ráðgjafaþjónustu. Vegurinn, Keflavík. í Keflavík hefur Vegurinn fest kaup á um 350 fermetra húsi með húsbún- aði við Grófina, þar sem áður var veitingastaðurinn „Grófin". Þar er samkomusalur fyrir um 200 manns, auk fullkomins eld- húss og snyrtiaðstöðu. Húsið var vígt 15. nóvembersl. Samhjálp hvítasunnumanna. Búið er að opna sambýli fyrir skjólstæðinga Samhjálpar að Hverfisgötu 42, 2. hæð. Á 1. hæð er félagsmiðstöðin „Þríbúðir" til húsa og kaffistofa, sem opin er alla daga eftir hádegi. í sambýl- inu geta búið fimm heimilis- menn og er þessi aðstaða ætluð fyrir þá, sem lokið hafa meðferð í Hlaðgerðarkoti og eru að ná fótfestu í lífínu á ný. Heimilið var opnað hinn 1. desember sl. Eyjólfsstaðir. Samtökin „Ungt fólk með hlutverk" eru nú langt komin með að reisa starfsmiðstöð og biblíuskóla að Eyjólfsstöðum á Héraði. Á staðnum eru tvö íbúðarhús auk hins nýreista húss, sem er rúm- lega 800 fermetrar að gólffleti. í nýja húsinu verður heima- vist fyrir 25-30 nemendur, kennslustofur, bókasafn, matsal- ur, samkomusalur og tvær íbúð- ir. í sumar er von á hópi sjálf- boðaliða erlendis frá, sem ásamt íslendingum munu ljúka bygg- ingunni. Ætlunin er að hefja starf í nýja húsinu næsta haust. Auk ofantalinna framkvæmda hefur kristileg útvarpsstöð hafið göngu sína (sjá sérstaka grein) og samstarf um gerð kristilegs sjón- varpsefnis hefur þegar skilað sýnilegum árangri. Það var þátt- urinn „Hann á afmæli í dag", sem sýndur var á Stöð 2 á jóla- dag og í Sjónvarpi Akureyrar stuttu eftiráramót. Ef við hugleiðum hvað býr að baki umræddum framkvæmdum þá sjáum við fyrst og fremst merki mikils áhuga, dirfsku og bjartsýni á þessum væng trúmál- anna. Lagt er i fjárfestingar, sem kosta milli sextíu og sjötíu millj- ónir króna. Ekki er hér höndlað fyriropinbert fé, heldureru pen- ingarnir sóttir í vasa félags- manna og velunnara. Þær hreyfingar, sem hér eiga hlut að máli, eru býsna ólíkar hvað bakgrunn og uppruna varðar. Sum þessara samtaka eru ung og hafa tii þessa verið frem- ur laustengd félagslega. Auknar fjárskuldbindingar kalla á meiri formfestu og ieggja auk þess byrðar á herðar aðstandenda. Hér eru því að verða áþreifan- legar hræringar undanfarinna ára í kristnilífi landsmanna, óformleg leikmannasamtök og áhugahópar verða að kirkjum. Menn vonast til að þeim, sem byrðarnar beri, fjölgi. Það er eðli vakningarhreyfinga að vaxa.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.