Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 20
wmwmí Sovéskur liðsforingi gerist kristinn Ungur maður var neyddur til að ganga í sovéska herinn. I persónuskilríkjum hans stóð stimplað orðið „bapt- isti". Háttsettum liðsforingja varfalið pað hlutverk að snúa honum til kommúnisma. Skömmu síðar var ungi mað- urinn kallaður fyrir til viðtals. Hann hafði undirbúið sig með bœn fyrir þessa stund og strax ogfyrsta spurningin var lögð fyrir hann, byrjaði hann að vitna um trú sína. Andi Guðs tók að starfa á hjarta liðsforingjans og í fjórar klukkustundir hlýddi hann á hinn djarfa vitnisburð her- mannsins. „Hefurðu Biblíu," spurði liðs- foringinn að síðustu. „Nei", var svarið. „En ef þú vilt gjarnan eignast hana skal ég skrifa til föður míns og biðja hann að útvega hana." Biblían kom og eftir því sem liðsforinginn sökkti sér meira niður í hana, því áhugasamari varð hann. Dag einn spurði liðsforinginn hvort það væri mögulegt að hann fengi að heimsækja föður unga mannsins. Það varauðsótt mál. Liðsforinginn, eiginkona hans og einn sonur þeirra, sem einnig var í hernum, tóku sér viku frí til að dvelja hjá þessari kristnu fjölskyldu. Það var í fyrsta sinn sem þau fyrirhittu lifandi trúað kristið fólk. Þarna var lesið í Biblíunni og alla vikuna rætt um andleg mál uns brottfarardagur- inn rann upp. Þegar lokasamtal- ið féll síðasta kvöldið, gaf liðs- foringinn og fjölskylda hans Guði líf sitt. Þetta var nútima endurtekning á 10. kafla Post- ulasögunnar um afturhvarf Kornelíusar - rómverska liðsfor- ingjans. Eftir þetta lögðu liðsforinginn og sonur hans leið sína á flokksskrifstofuna þar sem þeir skiluðu til baka flokksskírtein- um sínum. „Við getum ekki ver- ið kommúnistar lengur því við höfum tekið kristna trú," sögðu þeir. Sonurinn sem var lautinant að tign í hernum var umsvifa- laust settur af, en faðirinn, sem bar hærri tignarstöðu, var vikið frá herþjónustu um stundarsak- ir. Þessari dásamlegu frásögu er þó þar með ekki lokið. Dag nokkurn fékk þessi nýendur- fæddi liðsforingi bréf frá öðrum syni sínum, sem einnig gengdi herþjónustu í Rauða hernum á fjarlægum slóðum. Þessi sonur hans hafði ekki minnstu hug- mynd um það sem gerst hafði í lífi foreldra hans og bróður. Með mikilli undrun las fjöl- skyldan bréfið sem var sent frá austasta og fjarlægasta hluta Sovétríkjanna. „Kæru foreldrar! Undursamlegir hlutir hafa gerst í Iífí mínu. Ég veit ekki hvernig á að útskýra það. Ég les daglega í Biblíunni og Guð hefur komið inn í líf mitt." Þarna hafði Guð einnig átt sinn þjón sem hafði líka vitnað um trú sína fyrir þessum unga hermanni. Þar með hafði öll fjölskyldan snúist til trúar á Jesú Krist. Þessi frásaga er sönn í öllum atriðum. Kristinn sendiboði frá Vestur-Evrópu hefur hitt þenn- an umrædda liðsforingja í eigin persónu og heyrt hann greina frá lífsreynslu sinni í kristnum söfn- uði. Þýtt HG/Dansk Europamission febrúar 1986

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.