Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 29
1 '¦¦ '::-- ^y-r '¦' Predikaramótið í Stokkhómi Hinu árlega predikaramóti hvítasunnumanna í Svíþjóð er nú lokið. 1.400 ræðumenn fylltu Fíladelfíukirkjuna í Stokkhólmi fyrstu vikuna í desember. Karl Erik Heinerborg talaði í opnun- arsamkomunni um að bera virð- ingu fyrir þjónustu hvers annars. Fyrsta umræðuefnið var frá Gunnari Ohlovsson frá Uppsöl- um. Hann tók fyrir afstöðuna til nýrra strauma í samtíðinni, og spurði hvort við sem hvíta- sunnumenn tryðum áfram á það sem við höfum boðað í 80 ára sögu hvítasunnuvakningarinnar i Skandinavíu. Thoralf Gilbrant hélt biblíulestra á hverjum morgni um spádóma Biblíunn- ar. KS 5086 100 finnsk ungmenni í krossferð í sumar gerði finnska hvíta- sunnuhreyfingin gífurlegt átak fyrir ungmennin í söfnuðinum. Næstum eitt þúsund ungmenni fóru í hjólreiðaferð frá Lapp- landi til Suður-Finnlands. Þau skiptust í sex hópa, og á leiðinni dreifðu þau út smáritum, héldu útisamkomur, og vitnuðu um Jesú. Einnig sungu þau á dans- húsum og kaffihúsum. Auk þessa átaks í Finnlandi voru ungmenni send í krossferð til Evrópu. Þau heimsóttu m.a. Þýskaland, Grikkland og Spán. Einnig var einn hópur í Asíu. Við heimkomuna sögðu ung- mennin að þau hefðu beðið með rnörgum til frelsis. KS 5086 ¦;: Silvia Svíadrottning: — Við erum í hendi Guðs Silvia talaði um það í sjón- varpsviðtali hvað samheldni fjölskyldu væri mikilvæg. Hjónaskilnaðir eru stórt vanda- mál, og margir gefast svo auð- veldlega upp. Óskandi væri að fólk reyndi betur að tala saman. Silvia var spurð um kristilegt uppeldi sitt. Hún sagði: — Kristilegt uppeldi er mikil- vægt fyrir okkur öll. Það er mik- ilvægt fyrir börn að alast upp í kristinni trú. Fréttir hafa borist um að drottningin og börn hennar gætu átt á hættu að verða rænt. Hún var spurð hvort hún væri hrædd við slíkar hótanir. — Við verðum að lifa við þetta. En við erum í hendi Guðs, við með okkar börn og þið með ykkarbörn. HV 28-2986 Nýr söfnuður á hverjum degi innan Assemblies of God Hvítasunnuhreyfingin Assemblies of God í Bandaríkj- unum stofnsetti 365 nýja söfnuði árið 1985. Það þýðir nýr söfnuð- ur á næstum hverjum degi árs- ins! Þá eru ekki meðtaldir allir þeir söfnuðir sem hreyfingin hef- ur stofnað utan Bandaríkjanna. Þeireru langtum fleiri. KS2986

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.