Afturelding - 01.01.1987, Síða 15

Afturelding - 01.01.1987, Síða 15
Á síðasta vori fórum við um 40 manns frá Betelsöfnuðinum í Vestmannaeyjum og heimsótt- um trúsystkini okkar í Færeyj- um. Áttum við með þeim ógleymanlegar stundir og stór- kostlegar samkomur. Við héld- um hvítasunnuhátíðina saman og höfðum samkomur með þeim í Álunni, seni er hátíðarsalur Kennaraháskólans í Færeyjum. Þegar flest var komu um eða yfir 500 manns á samkomurnar og nálægð Heilags anda var mjög greinileg. Einnig héldum við samkomur á tveimur öðrum stöðum í Þórshöfn og Vest- manna, þar sem verið er að stofna Hvítasunnusöfnuð. Ávöxtur þessarar heimsóknar er m.a. sá að nú um páskana kemur hingað til íslands um 40 manna hópur frá Færeyjum til að eiga með okkur gleði- og hlessunarstundir í forgörðum Drottins. Við hér í Betel hlökk- um mikið til að hitta þessa vini okkar aftur. Þrá og löngun til að hitta trúsystkini er gjöf Guðs til okkar mannanna, því Heilagur andi er gefinn til að við uppörv- um hvert annað og hvetjum til kærleika og góðra verka. Ekki má gleyma því að þessir vinir, sem koma frá Færeyjum, standa okkur nær en flestar aðrar þjóðir. Við erum af sömu ætt og í næsta nágrenni. Þó að við get- um kannski ekki alveg skilið mál hver annars, þá leysist það ótrúlega fljótt. Og hvað er annað sjálfsagðara en að við, nágrann- arnir, frændurnir og bræðurnir í Kristi Jesú bindumst sterkum kærleiksböndum? Það eflir kær- leikann og opnar dyr fyrir bless- un frá Guði að vera með í stór- um söfnuði réttlátra. Færeyingarnir koma til ís- lands á pálmasunnudag kl. 13.15 og lenda í Reykjavík. Á Snorri Óskarsson Hvítasunnumenn frá Færeyjum Kórinn í Evangeliihúsinu. Theodór túlkar Eyjamenn. skírdag liggur leiðin til Vest- mannaeyja kl. 14 og verða þeir í Eyjum fram á miðvikudag. 22. apríl munu Flugleiðir flytja þá afturtil Færeyja. Við í Vestmannaeyjum höfum fengið Bæjarleikhúsið fyrir kvöldsamkomur og annan sam- komusal þar sem við ætlum að borða saman og fagna í Heilög- um anda-. Samkomur í Reykjavík verða nánar auglýstar síðar.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.