Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 18
Alyktun
trúboðafundar
Hvítasunnuhreyfingarinnar,
sem haldinn var í Keflavík
26.-28. febrúar 1987
Áriö 1000 tóku íslendingar kristni og
hurfu frá heiðni. Þjóðin fékk að
reyna misjöfn kjör og oft mikla
óbilgirni af annarra hálfu, en trúin á
Guð föður og Frelsarann Jesú Krist
reyndist stoð íþrengingum og Ijós í
myrkviði erfiðleikanna. A okkar
dögum sjáum við mikið fráhvarf frá
kristinni trú ogsiðferði, ef marka má
atferli þjóðarinnar.
Hjónabandið er stofnsett af
Guði sjálfum og því heilög stofn-
un. Hjúskaparheitið, um ævar-
andi trúnað og gagnkvæma
skuldbindingu maka, ber að
virða.
Fjölgun hjónaskilnaða og
óvigðra sambúða sýnir þverr-
andi virðingu fyrir tilskipun
Guðs á sviði ijölskyldumála.
Guð hatar hjónaskilnaði.
Hvert og eitt hjónaband getur
lent í erfiðleikum. Við hvetjum
hjón, sem í þeim lenda, að leita
lausnar á vandanum í stað þess
að flýja hann með auðfengnum
hjónaskilnaði. Þá, sem leita
hamingju fyrir sig og afkomend-
ur sína, hvetjum við til að halda
hjónabandið í heiðri.
Nú uppskera menn bitran
ávöxt lauslætis og hins „frjálsa
kynlífs“ í örri útbreiðslu eyðni-
veirunnar. Guð ætlaði kynlífinu
sess innan hjónabandsins, allt
lauslæti, hórdómur og saurlífi er
synd. Við minnum á gildi hrein-
lífis og trúnaðar á sviði kynlífs-
ins. Þeim sem slíkt ástunda er
ekki þörf á verjum gegn eyðni,
séu hlutaðeigendur ósýktir fyrir.
Það er sorgleg staðreynd að
fóstureyðingum fer sífjölgandi
þrátt fyrir að lífskjör og öll skil-
yrði til farsæls mannlífs hafi
aldrei verið betri á íslandi en nú.
Guð er höfundur lífsins og eng-
inn annar hefur vald til að eyða
lífi. Fósturdeyðing getur aldrei
verið lausn á félagslegum vanda.
Búi verðandi móðir við svo bág-
ar aðstæður að henni sé illkleift
að sjá ófæddu barni sínu far-
borða hlýtur það að vera skylda
þjóðfélagsins og þegna þess að
bæta úr bágindunum með félags-
legum aðgerðum. Skorum við á
Alþingi að endurskoða ákvæði
um félagslegar forsendur fóstur-
eyðinga og Ieysa hinn félagslega
vanda í stað þess að eyða lífi
óborinna íslendinga.
Einnig minnum við á fjöl-
margar íslenskar fjölskyldur,
sem þrá það heitast að fá að
bjóða böm velkomin og veita
þeim umönnun og uppeldi.
Við skorum á yfirvöld
menntamála að taka til endur-
skoðunar námsefni í kristnum
fræðum 8. og 9. bekkjar grunn-
skóla. Þar þarf að veita miklu
meiri og betri fræðslu um kristi-
legt siðgæði á sviði íjölskyldu-,
kynlífs- og uppeldismála. Benda
þarf á skaðsemi lauslætis og af-
brigðilegs kynlífs og kenna nem-
endum að bera virðingu fyrir
eigin lífi og líkama.
Við sendum íslensku þjóðinni
blessunaróskir og kærleikskveðj-
ur í nafni Jesú Krists. Við hvetj-
um alla sem byggja þetta land að
sameinast í bæn til Guðs um að
vel ári til lands og sjávar, og að
við fáum notið afla handa okkar
í friði og réttlæti.
Til að friður haldist og rétt-
lætið aukist er okkur nauðsyn-
legt að hlíta þeim reglum, sem
Guð hefur sett og gilda frá kyn-
slóð til kynslóðar. Þær er að
finna í Biblíunni, Heilagri ritn-
ingu kristinna manna.