Afturelding - 01.01.1987, Síða 19

Afturelding - 01.01.1987, Síða 19
haldaaðalfund Alpha-Omega, samtök kristi- legs sjónvarpsstarfs í Evrópu, héldu fyrsta árlega aðalfund sinn í Kaupmannahöfn, ári el'tir stofnun samtakanna í Lissabon, Portúgal, í febrúar 1986. Samtökin Alpha-Omega hafa það markmið að miðla fagnað- arerindinu um meginland Evr- ópu, og vinna í nánu samstarfi við kirkjurnar. Fulltrúar frá 14 samtökum í Evrópu og 13 löndum komu á fundinn. Ráðstefnan var haldin í boði KKR (Köbenhavns Kristne Radio/TV). Það er fyrirtæki, sem framleiðir og sendir út bæði útvarps- og sjónvarpsefni, og hefur starfað síðan 1984. Nú sjónvarpar það kristilegu efni og Ijölskylduþáttum í 20 klukku- stundirá viku. Þátttakendur sögðu frá spenn- andi þróun í hverju landi. Það sem mesta athygli vakti var tækifæri Media Vision í Vestur- Þýskalandi til þess að sjónvarpa gegnum Eureka gerfihnattakerf- ið. Media Vision byrjaði smátt í sniðum snemma á árinu 1984, en kemur nú til með að ná til 7,000,000 manna á þessu ári. Til þess að mæta mikilli þörf starfsins í Vestur-Þýskalandi' mun Alpha-Omega flytja þang- að „Master Control“-vagninn, sem er milljón dollara virði. Crossroads Christian Comm- unications í Canada reka nú þennan vagn í þágu Alpha- Omega samtakanna. Nokkur önnur áhugaverð mál voru rædd á fundinum, þ.á.m. framtíðarmöguleikar á áfram- haldandi upplýsinga- og gagna- miðlun. Næsta þjálfunarnám- skeið á vegum samtakanna, verður haldið í Brussel, Belgíu, í ágúst 1987, til þess að þjálfa þáttagerðamenn. Nánari upplýsingar um Alpha-Omega samtökin, mark- mið, tilgang og starfsemi þeirra, fást hjá Mr. Len Johansson, eða Birger Lind, c/o KKR, Vaelde- gaardsvej 10-14,2600 Glostrup, Denmark. Sigurður Guðnason Vitnisburður Ég kom út af Vífilstöðum um sumarið 1982. Þá var ég búinn að vera í algjöru myrkri og neyð í mörg ár. Ég var leitandi í lang- an tíma. En ég trui því að Krist- ur hafi kallað mig lil trúar, eitt sinn er ég var í vinnunni. Einhver talaði ti! mín, það var sagt orðið sannleikur. Þá tók ég á móti Jesú Kristi sem frelsara mínum. Þetta var vorið 1983. Ég gekk með Jesú Kristi í nokkra rnánuði, en féll svo frá. Þá fór ég í Hlaðgerðarkot. Guði sé lof fyrir það. Ég tók endanlega ákvörðun um að fylgja Jesú Kristi, og ég tók skím 26. ágúst 1984. Jesús gaf mér nýtt líf. Hann tók allar mínar misgjörðir og öll mín afbrot á sig, eins og stendur í Jesaja 53. kaíla. Þú sem ekki þekkir Jesú Krist, þú ættir að leyfa Honum að koma inn í líf þitt. Það er undursamlegt. Mig langar til að gefa þér vers, Sálm 40:1. „Eg hefi setl alla von mína á Droltin, og hann laut niður að mér og heyrði lcvein mitt."

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.