Afturelding - 01.01.1987, Side 21
Guðsundur íKína
,,Hvert er nafn
yðar læknir?*4
Dauðvona kona hlaut guð-
dómlega lækningu — en þó
þekkti hún ekki grœðara
sinn.
Kristinn maður frá Hong
Kong, sem heimsótti austur-
hluta Kína á þessu vori, flutti
okkur þennan athyglisverða
vitnisburð sem hér frá greinir.
Zhejiang, er eitt þeirra héraða
sem hefur hæstu tölu kristinna í
Kína. En fagnaðarerindið hafði
samt ekki enn náð til þorps eins,
er lá í skjóli hæðardraga. í þorpi
þessu bjó kona sem hafði þjáðst
af heilaæxli í níu ár. Hún hafði
varið öllum ijármunum sínum
til að leita sér lækningar - án
nokkurs árangurs. Að endingu
gaf hún upp alla von og bjóst við
dauða sínum.
Dag nokkurn, þegar hún var
ein heima og lá hálfvakandi í
rúminu, sá hún þrjá menn í hvít-
um skikkjum koma inn í húsið.
Þeir gengu rakleitt inn í svefn-
herbergi hennar og einn þeirra
spurði hana: „Viltu læknast?"
Hún varð ekki lítið undrandi og
spurði á móti: „Ert þú læknir?
Já, ég vil læknast.“
Hvítklæddi maðurinn gekk
nær henni og strauk höfuð henn-
ar þar sem æxlið var. Hún fann
að vökvi fór út úr höfðinu og að
kökkur var ijarlægður úr því.
Síðan virtist maðurinn loka
höfði hennar með nokkrum
skjótum handahreyfingum.
Konan fann að henni létti
samstundis.
„Hvert er nafn yðar læknir,“
spurði hún
„Jesús“, svaraði hvítklæddi
maðurinn. „Þú getur hitt mig í
næstu borg.“ Að svo mæltu
hvarf hann. Um kvöldið kom
fjölskylda konunnar heim. Hún
skýrði frá lækninum sem hafði
veitt henni ókeypis meðferð.
Fjölskyldan skeytti þessu engu
og áleit hana vera með óráði.
Konan varð styrkari með
hverjum degi sem leið. Heila-
æxlið var horfið. Þegar hún
hafði safnað fullum kröftum
lagði hún leið sína til nágranna-
borgarinnar. Hana langaði til að
hitta lækninn, sem hafði læknað
hana, og tjá honum þakklæti sitt.
Þennan sama dag í borginni,
átti amma nokkur í erfiðleikum
og basli með dótturson sinn, lít-
inn snáða. Drengurinn lét öllum
illum látum og hágrét og vildi
ekki láta huggast. Amma ákvað
því að fara með hann út til að
leika sér. Þegar þau komu út úr
húsinu rákust þau á konuna.
„Býr hér læknir sem heitir Jes-
ús,“ spurði konan ömmuna.
Amman var kristin kona. Hún
var ekki lengi að hugsa sig um og
tók konuna með sér á heimili
þar sem kristið fólk kom saman
til að tilbiðja Drottin. Konan
sagði því sögu sína. Hinir kristnu
urðu ekkert sérlega undrandi því
að guðlegar lækningar eru mjög
algengar í dreifbýlishéruðum
Kína. Þeirsögðu henni hver Jes-
ús væri og konan varð undrandi
og furðu lostin. Hún fékk að
heyra predíkað hjálpræði og
iðrun fyrir trú á Jesú Krist, og
snéri heim með Jesú í hjarta
sínu.
Það leið ekki á löngu uns öll
íjölskylda hennar hafði gefist
Jesú Kristi. Vitnisburður hennar
breiddist fljótt út um allt þorpið
og margir vildu trúa á Jesú. Þar
eð hún var fákunnandi í trúnni
gat hún ekki útlistað hana nægi-
lega vel, og lét því sækja reynd-
ari kristinn mann til borgarinnar
og þá leituðu margir til Drottins.
Asian Report, no 1 jan/feb
1985, þýttHG