Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 25
Á kvöldtónleikum í ráðstefnumiðstöðinni „De Bron“ (Lindinni), er gott að hvílast. Menn gleyma samkeppni vegna fé- lagsskaparins. Enginn er þröng- sýnn, heldur eru menn opnir fyrir öllum tónlistarstefnum. Það líkar þeim vel sem koma frá ólíkri menn- ingu, ólíkum kirkjum og þjóðum. Nú er hægt að skrá sig á þetta mót, það byggir margar brýr. Síðastliðið sumar þurfti ég að sækja viðskiptaráðstefnu í Hol- landi, og átti um leið kost á að njóta veru á „Christian Artist Seminar41, sem árlega er haldið í De Bron. Þessi mót eru upprunnin í Bandaríkjunum, þar sem maður að nafni Cam Floria átti hug- myndina og hratt henni í fram- kvæmd. Cam Floria er m.a. stofnandi „Continental Singers" starfsins. Árlega er safnað saman ungum hljóðfæraleikurum og söngvurum, sem mynda hópa er ferðast um allar jarðir. Angi af þessu starfi eru „Celebrant Singers", sem íslendingar þekkja af góðri raun. Undanfarin ár hefur mikið verið að gerast meðal kristinna flytjenda tónlistar í „dægurlaga- stíl“. Cam Floria sá þörf þessa unga fólks fyrir leiðbeiningu, samskipti, uppörvun og andlegt samfélag. Hann stofnaði því til móts í Estes Park, Colorado. Eft- ir mjög góð viðbrögð og jákvæð- ar undirtektir vestanhafs, var stofnað til svipaðra móta í Evrópu. Eg hafði heyrt af þessu starfi og var því nokkur tilhlökkun að kynnast því sem þarna færi fram. Fyrstu viðbrögð voru undrun. Það kom mér mjög á óvart að sjá hversu margir og hæfir flytjendur leggja stund á þessa tónlist, einnig var hrífandi að reyna andann sem ríkti á mótinu. Þótt fólk væri hvaðan- æva að og talaði sumt framandi tungumál, ríkti mikil samkennd og bróðurhugur á svæðinu. Tíminn var vel nýttur, boðið er upp á ótrúlegan fjölda nám- skeiða og starfshópa um nær allt er að tónlist, flutningi og þjón- ustu lýtur. Þarna er hægt að fá tilsögn í söng og hljóðfæraleik, sviðsframkomu, tónlistarsögu, útsetningum, kórstjórn, safnað- arsöng, samskiptum flytjenda og útgefenda, hljóðstjórn, lýsingu svo nokkuð sé nefnt. Kennsla stendur frá því snemma að morgni til kvölds. Samtímis fer fram hæfileikakeppni, þar sem reyndir flytjendur leiðbeina ný- liðum. í hádegishléi er biblíukennsla og lofgjörðarstund. Eftir hádegið voru svo tónleikar á útisviði þar sem tvær til þrjár hljómsveitir komu fram. Aðaltónleikarnir voru haldnir á kvöldin. Yfir vik- una koma fram um sextíu flytj- endur. Hvert atriði tekur aðeins um tuttugu mínútur svo fjöl- breytnin er mikil. Það vakti athygli mína að allir sem þjón- uðu nutu viðurkenningar og fólk hlustaði af athygli. Þama mætt- ust gjörólíkar tónlistarstefnur og flytjendur, sem áttu það eitt sameiginlegt að heiðra Jesú Krist og það er ekki svo lítið. Megnið af tónlistinni var af létt- ara tagi, en innan um voru bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar sem fluttu sígilda tónlist. Þeim var ekki síður fagnað. Þrátt fyrir mikinn fjölda flytj- enda gekk dagskráin snurðulaust fyrir sig vegna afburða skipu- lagningar. Hljómburður var sá besti, sem ég hef heyrt á tónleik- um af þessu tagi. Þessi vika var veisla og sann- arlega þess virði að íslendingar, sem fást við trúartónlist á ein- hvem hátt, gefi henni gaum. í sumar er aftur boðað til móts 10.-15. ágúst. Þegar hafa nokkrir skráð sig til þátttöku, og væntan- lega mun Þorvaldur Halldórsson og hljómsveit koma fram á kvöldtónleikum sem framlag ís- lands. Hafir þú áhuga á nánari upplýsingum skalt þú snúa þér til undirritaðs hið fyrsta. Guðni Einarsson Pósthólf 5135 125 Reykjavík Sími 91-25155

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.