Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 40

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 40
36 siglað oss og geíið oss pant Andans í hjörtu vor*. II. Kor. 1, 21—22. Guð sér um það, að börn lians fái kraft til hinnar góðu baráttu, sem hefst, þegar menn ganga honum á hönd. Þessvegna seg- ir og Páll postuli: »En þar eð þér eruð synir, hefur Guð sent Anda Sonar síns í hjörtu vor«, Gal. 4, 6. Guð gefur börnum sínum Heilagan Anda. Hann er pantur arf- leifðar vorrar. Hann er sönnun þess, að Guð lætur ekki hér við staðar nema; hann heldur áfram og leiðir börn sín til full- kominnar dýrðar. Það er Andinn, sem kem- ur öllu góðu til leiðar: sigri á freistingum og illum hneigðum og þroska og vexti í kristilegu lífi ásamt öllum góðurn ávöxtum þess: kærleika, gleði, friði, langlyndi, gæzku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi. (Gal. 5, 22). Hið gainla bíður ósigur fyrir hinu nýja, sem Andinn skapar, enda segir Páll postuli við Guðs börn: »— í Kristi hafið þér lagt af, ásamt með hinni fyrri breytni, hinn gamla mann, sem er spilltur af tælandi girndum, en endurnýjazt í anda liugskots yðar og íklæðzt hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans», Efes. 4, 24—25. Guð skapar nýjan mann í börnum sínum. Þetta er og nefnt eiulurfæðing (sbr. Jóhs.

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.